Múslimarnir okkar: Giftist múslima fyrir stórfjölskylduna Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2015 20:00 Fida er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Vísir Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00