Fótbolti

Atletico missti af mikilvægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mustafi skorar fyrir Valencia.
Mustafi skorar fyrir Valencia. Vísir/Getty
Atletico Madrid missti af gullnu tækifæri til að koma sér nær Barcelona og Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Valencia í kvöld.

Liðin voru fyrir leikinn í þriðja og fjórða sæti og áttu bæði lið möguleika á því að nálgast toppliðin.

Koke kom Atletico yfir eftir 33. mínútna leik og þannig var staðan allt þangað til á 78. mínúta þegar Shkodran Mustafi jafnaði metin. Þannig enduðu leikar.

Alls fóru ellefu gul spjöld á eftir og þar á meðal eitt rautt spjald, en það fékk Javi Fuego í liði Madrídar í uppbótartíma.

Atletico er því í þriðja sætinu með 55 stig, sex stigum á eftir Real í öðru sætinu og sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Valencia er sæti neðar en Atletico með stigi minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×