Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 08:00 Kevin Garnett er aftur orðinn Úlfur. vísir/epa Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum