Kæra Apple fyrir að stela starfsfólki Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 11:04 Hugmundabíll Apple sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Rafhlöðuframleiðandinn A123 hefur nú kært Apple fyrir að tæla lykilstarfsfólk frá fyrirtækinu en það starfsfólk hafði skrifað undir samninga um tryggð við A123 og að hefja ekki vinnu hjá samkeppnisaðilum. Kæran snýr einkum að fyrrum starfsmanni A123 sem nú vinnur hjá Apple og hefur það helst starf að tæla aðra fyrrum vinnfélaga sína til Apple. A123 framleiðir rafhlöður fyrir m.a. bílaframleiðendur, en Apple vill greinilega tileinka sér þá tækniþekkingu á sem allra stystum tíma. Þessar ráðningar Apple frá A123 hafa gert það að verkum að fjöldi þróunarverkefna hjá A123 hafa lognast útaf og því vilja þeir hjá A123 ekki una. Apple fyrirtækið hefur gefið það upp að fyrirtækið muni setja á markað rafmagnsbíl og er búist við því að hann komi á markað árið 2020. Heyrst hefur að Apple hafi bæði tvöfaldað laun þeirra starfsmanna sem það hefur tælt til sín, auk eingreiðslu við ráðninguna uppá 250.000 dollara. Tækni Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Rafhlöðuframleiðandinn A123 hefur nú kært Apple fyrir að tæla lykilstarfsfólk frá fyrirtækinu en það starfsfólk hafði skrifað undir samninga um tryggð við A123 og að hefja ekki vinnu hjá samkeppnisaðilum. Kæran snýr einkum að fyrrum starfsmanni A123 sem nú vinnur hjá Apple og hefur það helst starf að tæla aðra fyrrum vinnfélaga sína til Apple. A123 framleiðir rafhlöður fyrir m.a. bílaframleiðendur, en Apple vill greinilega tileinka sér þá tækniþekkingu á sem allra stystum tíma. Þessar ráðningar Apple frá A123 hafa gert það að verkum að fjöldi þróunarverkefna hjá A123 hafa lognast útaf og því vilja þeir hjá A123 ekki una. Apple fyrirtækið hefur gefið það upp að fyrirtækið muni setja á markað rafmagnsbíl og er búist við því að hann komi á markað árið 2020. Heyrst hefur að Apple hafi bæði tvöfaldað laun þeirra starfsmanna sem það hefur tælt til sín, auk eingreiðslu við ráðninguna uppá 250.000 dollara.
Tækni Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent