Mourinho skammast sín vegna stuðningsmanna Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2015 17:50 Málið hefur vakið sterk viðbrögð í Englandi og Frakklandi, sem og víðar. Vísir/Getty/AFP Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira