„Hún sagði já,“ skrifaði Phelps á Twitter-síðu sína og birti svo mynd af parinu að faðmast á Instagram. Phelps og Johnson hafa verið saman af og á í mörg ár.
Phelps hefur verið í vandræðum undanfarna mánuði, en hann var gripinn ölvaður við stýrið og fór í meðferð. Þá kom í ljós að fyrrverandi kærastan hans fæddist sem karlmaður.
Þessi átjánfaldi Ólympíumeistari er að klára sex mánaða bann sem hann fékk fyrir ölvunaraksturinn. Hann má synda aftur á bandarískum mótum sjötta mars.