Meira bókað en söluaðilar áttu von á Karl Lúðvíksson skrifar 23. febrúar 2015 11:13 Flestir söluaðilar veiðileyfa voru búnir að gera ráð fyrir því að það yrði minna bókað af veiðileyfum fyrir komandi sumar vegna aflabrests í fyrra. Þetta er ekki alveg að ganga eftir og virðist t.d. sem innlendir veiðimenn séu að bóka meira en veiðileyfasalar áttu von á í kjölfar aflabrests í fyrra. Líkleg skýring sé að engin geri ráð fyrir því að það geti komið tvö afleit sumur í röð og í ef aflatölur síðustu áratuga eru skoðaðar þá hefur það aðeins gerst með afgerandi hætti í eitt skipti en engu að síður hafa komið tvö róleg sumur saman en ekkert í líkingu við árið í fyrra. Almennt gætir mikillar bjartsýni með sumarið 2015 og endurspeglast það í góðum bókunum. Nokkrar ár eru þegar uppseldar og vinsæl veiðisvæði í öðrum ánum að verða fullbókuð. Má þar nefna svæði 1-2 í Stóru Laxá en haustdagarnir þar eru samkvæmt heimildum löngu farnir og færri fengu en vildu og það eru sárafáir dagar eftir á því svæði í júní og júlí. Þetta á við um margar árnar og ljóst að lítið eða ekkert af dögum eru eftir í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Miðfjarðará, Laxá á Ásum, Húseyjakvísl og Hafralónsá. Erlendir veiðimenn hafa af sama skapi bókað mikið fyrir næsta sumar og þeim á líklega eftir að fjölga enn frekar á komandi árum þegar og ef veiðitölur fara að nálgast það sem kallast má eðlilegt á veiðiári. Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Elliðaánum Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Gönguseiðin yfirgefa árnar í þúsundatali Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði
Flestir söluaðilar veiðileyfa voru búnir að gera ráð fyrir því að það yrði minna bókað af veiðileyfum fyrir komandi sumar vegna aflabrests í fyrra. Þetta er ekki alveg að ganga eftir og virðist t.d. sem innlendir veiðimenn séu að bóka meira en veiðileyfasalar áttu von á í kjölfar aflabrests í fyrra. Líkleg skýring sé að engin geri ráð fyrir því að það geti komið tvö afleit sumur í röð og í ef aflatölur síðustu áratuga eru skoðaðar þá hefur það aðeins gerst með afgerandi hætti í eitt skipti en engu að síður hafa komið tvö róleg sumur saman en ekkert í líkingu við árið í fyrra. Almennt gætir mikillar bjartsýni með sumarið 2015 og endurspeglast það í góðum bókunum. Nokkrar ár eru þegar uppseldar og vinsæl veiðisvæði í öðrum ánum að verða fullbókuð. Má þar nefna svæði 1-2 í Stóru Laxá en haustdagarnir þar eru samkvæmt heimildum löngu farnir og færri fengu en vildu og það eru sárafáir dagar eftir á því svæði í júní og júlí. Þetta á við um margar árnar og ljóst að lítið eða ekkert af dögum eru eftir í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Miðfjarðará, Laxá á Ásum, Húseyjakvísl og Hafralónsá. Erlendir veiðimenn hafa af sama skapi bókað mikið fyrir næsta sumar og þeim á líklega eftir að fjölga enn frekar á komandi árum þegar og ef veiðitölur fara að nálgast það sem kallast má eðlilegt á veiðiári.
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Elliðaánum Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Gönguseiðin yfirgefa árnar í þúsundatali Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði