Lífið

Börnin flúruðu föður sinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Til vinstri má sjá Ásgeir flúra föður sinn og í miðjunni eru myndir af dætrum hans af sama tilefni. Til hægri er afraksturinn.
Til vinstri má sjá Ásgeir flúra föður sinn og í miðjunni eru myndir af dætrum hans af sama tilefni. Til hægri er afraksturinn. myndir/benjamín steinarsson
Benjamín Steinarsson er húðflúrari með fjölda flúra sjálfur. Fjögur flúr standa þó upp úr en þau settu börnin hans sjálf á hann.

„Ég er með fjögur tattú sem börnin mín hafa gert á mig. Tvíburarnir mínir, Tanja Dóra og Tinna Dröfn, fengu að flúra mig þegar þær voru sex ára og hið sama gildir um Ásgeir Elí. Hann er sex ára núna og fékk að tattúvera mig um daginn,“ segir Benjamín. 

Tvíburarnir eru núna sextán ára. Að auki flúraði stjúpdóttir hans, Sigrún Eva Gerðardóttir, nafn sitt á fót hans en hún var sextán ára þá. „Fjölskyldan kom saman núna um daginn og höfðum litla tattú kvöldstund.“

Benjamín er atvinnuflúrari og hefur starfað við þetta síðustu sextán árin þó hann hafi byrjað að flúra fyrir 22 árum. Hann hefur bæði flúrað hér á landi og og erlendis.

„Þau skrifuðu nafnið sitt á blað, ég afritaði þau á kalkpappír og kom fyrir á staðnum,“ segir Benjamín. „Síðan fengu þau hanska og græjuna í hendurnar og flúruðu mig. Ég var þeim innan handar og leiðbeindi þeim en þau fengu að stýra nálinni.“ 

Hann segir að hann hafi alltaf langað til að varðveita bernskuskrift barna sinna og fannst þetta tilvalin leið til þess. Að auki hafi honum fundist tilvalið að leyfa þeim að gera þetta sjálf, það hafi gefið flúrunum enn meiri vigt.

„Ég er með öll nöfnin annars staðar í rúnum en það er allt annað. Þessi eru mun persónulegri og þýða miklu meira fyrir mig,“ segir Benjamín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.