Loksins vann Knicks án Carmelo Anton Ingi Leifsson skrifar 28. febrúar 2015 11:59 Vísir/Getty New York Knicks vann sinn fyrsta leik án Carmelo Anthony, þegar þeir báru sigur úr býtum gegn Detroit. Knicks hafði tapað öllum sextán leikjum sínum fyrir leikinn í kvöld án Carmelo sem er frá út tímabilið vegna meiðsla, en það breyttist með 121-115 sigri á Detroit. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 95-95 og aftur var jafnt eftir fyrstu framlengingu, 105-105. Því þurfti að framlengja í annað skiptið þar sem Knicks-menn reyndust sterkari. Andrea Bargnani spilaði vel fyrir Knicks og skoraði 25 stig og tók tólf fráköst. Greg Monroe var stigahæstur hjá Detroit með 28 stig og þrettán fráköst. Russell Westbrook heldur áfram að fara á kostum fyrir Oklahoma sem tapaði gegn Portland í nótt. Westbrook gerði sér lítið fyrir og skilaði 40 stigum, þrettán fráköstum og ellefu stoðsendingum í hús, en lið hans þurfti að sætta sig við þriggja stiga tap; 112-115. Meistararnir i San Antonio Spurs unnu góðan sigur á Sacramento Kings, 107-96. Tony Parker var stigahæstur hjá Spurs með 19 stig, en Ben McLemore skoraði 21 fyrir Sacramento. LeBron James spilaði ekki með Cleveland sem tapaði nokkuð óvænt gegn Indiana, 93-86. J. R. Smith var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig, en í liði Indiana voru margar sem lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Rodney Stuckey var stigahæstur með 19 stig. Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan, sem og nokkur skemmtileg myndbönd.Leikir næturinnar: Cleveland - Indiana 86-93 Washington - Philadelphia 81-89 Orlando - Atlanta 88-95 Charlotte - Boston 98-106 New York - Detroit 121-115 Golden State - Toronto 113-89 Miami - New Orleans 102-104 Minnesota - Chicago 89-96 Brooklyn - Houston 98-102 LA Clippers - Memphis 97-79 Utah - Denver 104-82 San Antonio - Sacramento 107-96 Milwaukee - LA Lakers 93-103 Oklahoma - Portland 112-115Rusell var í stuði í nótt: Frábær stoðsending og troðsla í lagi: Topp-10 í nótt: NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
New York Knicks vann sinn fyrsta leik án Carmelo Anthony, þegar þeir báru sigur úr býtum gegn Detroit. Knicks hafði tapað öllum sextán leikjum sínum fyrir leikinn í kvöld án Carmelo sem er frá út tímabilið vegna meiðsla, en það breyttist með 121-115 sigri á Detroit. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 95-95 og aftur var jafnt eftir fyrstu framlengingu, 105-105. Því þurfti að framlengja í annað skiptið þar sem Knicks-menn reyndust sterkari. Andrea Bargnani spilaði vel fyrir Knicks og skoraði 25 stig og tók tólf fráköst. Greg Monroe var stigahæstur hjá Detroit með 28 stig og þrettán fráköst. Russell Westbrook heldur áfram að fara á kostum fyrir Oklahoma sem tapaði gegn Portland í nótt. Westbrook gerði sér lítið fyrir og skilaði 40 stigum, þrettán fráköstum og ellefu stoðsendingum í hús, en lið hans þurfti að sætta sig við þriggja stiga tap; 112-115. Meistararnir i San Antonio Spurs unnu góðan sigur á Sacramento Kings, 107-96. Tony Parker var stigahæstur hjá Spurs með 19 stig, en Ben McLemore skoraði 21 fyrir Sacramento. LeBron James spilaði ekki með Cleveland sem tapaði nokkuð óvænt gegn Indiana, 93-86. J. R. Smith var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig, en í liði Indiana voru margar sem lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Rodney Stuckey var stigahæstur með 19 stig. Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan, sem og nokkur skemmtileg myndbönd.Leikir næturinnar: Cleveland - Indiana 86-93 Washington - Philadelphia 81-89 Orlando - Atlanta 88-95 Charlotte - Boston 98-106 New York - Detroit 121-115 Golden State - Toronto 113-89 Miami - New Orleans 102-104 Minnesota - Chicago 89-96 Brooklyn - Houston 98-102 LA Clippers - Memphis 97-79 Utah - Denver 104-82 San Antonio - Sacramento 107-96 Milwaukee - LA Lakers 93-103 Oklahoma - Portland 112-115Rusell var í stuði í nótt: Frábær stoðsending og troðsla í lagi: Topp-10 í nótt:
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira