Netflix hyggst bjóða Kúbverjum aðgang að efnisveitu fyrirtækisins. Þjónusta fyrirtækisins mun þó nýtast litlum hluta landsmanna þar sem aðeins 5 til 26 prósent Kúbverja eru nettengdir eftir því hver segir frá.
Stjórnvöld í Kúbu segja 25 til 26 prósent landamanna vera nettengda. Sanja Kelly verkefnisstjóri netfrelsis hjá Freedom House í Washington D.C. segir töluna vera nær 5 prósentum í samtali við Marketwatch.
Mánaðaráskrift Netflix mun kosta 7,99 dolllara á mánuði. Það er um 40 prósent af meðal mánaðarlaunum Kúbverja sem eru um 20 til 25 dollarar.
Kelly segir ákvörðun Netflix fyrst og fremst táknræna og muni skipta almenning á Kúbu litlu máli.

