Hernaðarbandalag myndað gegn Boko Haram HRUND ÞÓRSDÓTTIR skrifar 10. febrúar 2015 20:00 Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld heita því að berja niður Boko Haram, en tilraunir til þess hafa verið árangurslitlar hingað til. Um herská hryðjuverkasamtök múslima er að ræða sem vilja stofna íslamskt ríki í Nígeríu. Samtökin voru stofnuð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar og merkir nafn þeirra "Vestræn menntun er synd". Árásir samtakanna hafa kostað um þrettán þúsund manns lífið og báru þau ásamt fleirum ábyrgð á sprengjuárás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja árið 2011 þar sem tuttugu og einn lét lífið. Heimsathygli vakti þegar þau rændu á þriðja hundruð ungra stúlkna úr heimavistarskóla í fyrra og nú í byrjun árs myrtu liðsmenn Boko Haram yfir tvö þúsund manns í bænum Baga. Var þar líklega um að ræða verstu fjöldamorð í sögu samtakanna. Ein og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín og hefur flóttamannastraumurinn meðal annars legið til nágrannaríkjanna Kamerún, Tsjad og Níger. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt aðgerðir Boko Haram og fylgist með meintum tengslum þeirra við Al-Kaída hópa í Malí, en hefur haldið sig utan átakanna þar sem um innanlandsmál hefur verið að ræða. Velta má fyrir sér hvort þetta muni breytast, þar sem árásir Boko Haram á nágrannalöndin hafa farið stigvaxandi undanfarið. Neyddust nígerísk stjórnvöld til að fresta forseta- og þingkosningum sem fara áttu fram næstu helgi til tuttugasta og áttunda mars en á laugardaginn gerðu stjórnvöld í Nígeríu, Kamerún, Tsjad, Níger og Benín samkomulag um að mynda sameiginlegan her, til að berjast við Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, gerði lítið úr þeim áformum í myndbandi sem birt var á YouTube í gær en stjórnvöld segjast hvergi munu hnika. Benín Tengdar fréttir Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18 Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13 „Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03 Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55 Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54 Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld heita því að berja niður Boko Haram, en tilraunir til þess hafa verið árangurslitlar hingað til. Um herská hryðjuverkasamtök múslima er að ræða sem vilja stofna íslamskt ríki í Nígeríu. Samtökin voru stofnuð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar og merkir nafn þeirra "Vestræn menntun er synd". Árásir samtakanna hafa kostað um þrettán þúsund manns lífið og báru þau ásamt fleirum ábyrgð á sprengjuárás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja árið 2011 þar sem tuttugu og einn lét lífið. Heimsathygli vakti þegar þau rændu á þriðja hundruð ungra stúlkna úr heimavistarskóla í fyrra og nú í byrjun árs myrtu liðsmenn Boko Haram yfir tvö þúsund manns í bænum Baga. Var þar líklega um að ræða verstu fjöldamorð í sögu samtakanna. Ein og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín og hefur flóttamannastraumurinn meðal annars legið til nágrannaríkjanna Kamerún, Tsjad og Níger. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt aðgerðir Boko Haram og fylgist með meintum tengslum þeirra við Al-Kaída hópa í Malí, en hefur haldið sig utan átakanna þar sem um innanlandsmál hefur verið að ræða. Velta má fyrir sér hvort þetta muni breytast, þar sem árásir Boko Haram á nágrannalöndin hafa farið stigvaxandi undanfarið. Neyddust nígerísk stjórnvöld til að fresta forseta- og þingkosningum sem fara áttu fram næstu helgi til tuttugasta og áttunda mars en á laugardaginn gerðu stjórnvöld í Nígeríu, Kamerún, Tsjad, Níger og Benín samkomulag um að mynda sameiginlegan her, til að berjast við Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, gerði lítið úr þeim áformum í myndbandi sem birt var á YouTube í gær en stjórnvöld segjast hvergi munu hnika.
Benín Tengdar fréttir Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18 Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13 „Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03 Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55 Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54 Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18
Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13
„Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03
Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55
Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54
Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23