Harden einni stoðsendingu frá rosalegri þrennu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:30 James Harden átti frábæran leik. vísir/getty James Harden átti stórkostlegan leik fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli, 127-118. Harden var einni stoðsendingu frá ævintýralega flottri þrennu, en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þessi magnaði leikmaður skoraði 20 stig bara í fjórða leikhlutanum þar sem Houston sleit sig frá Phoenix og landaði sigrinum, en gestirnir unnu síðasta fjórðunginn með tíu stigum þökk sé honum. Harden hitti úr 13 af 23 skotum sínum í teignum og þremur af sjö þriggja stiga skotum auk þess að nýta 11 af 14 vítaskotum. Houston heldur eins leiks forystu á Portland í baráttunni um þriðja sæti í vesturdeildinni þar sem heimavallarrétturinn mun væntanlega skipta þokkalegu máli í úrslitakeppninni, en liðið er þremur sigrum á eftir Memphis sem er í öðru sæti. Sjáðu Harden fara á kostum í nótt: Talandi um Memphis. Það vann það níu stiga heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 95-86. Heimamenn voru með þrettán stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir náðu ekki að éta upp. Marc Gasol heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Memphis, en spænski miðherjinn skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Zach Randolph var þó stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Bróðir Gasol, Pau, hefur líka spilað frábærlega á tímabilinu eftir að skipta yfir til Chicago og hann fór fyrir sínum mönnum sem völtuðu yfir Sacramento Kings, 104-86, á heimavelli. Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst, en hann hitti úr 11 af 15 skotum sínum í teignum. Tony Snell kom hrikalega öflugur inn af bekknum og skoraði 24 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Chicago-liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar og búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er 2,5 sigrum á eftir Toronto sem er í öðru sætinu. Atlanta er sem fyrr á toppnum í austrinu með örugga forystu þar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 78-106 Phoenix Suns - Hoston Rockets 118-127 Chicago Bulls - Sacramento Kings 104-86 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 95-86 LA Lakers - Denver Nuggets 96-106Staðan í deildinni.Jeff Green setur niður hollí hú-troðslu: Ben McLemore treður í Chicago NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
James Harden átti stórkostlegan leik fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli, 127-118. Harden var einni stoðsendingu frá ævintýralega flottri þrennu, en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þessi magnaði leikmaður skoraði 20 stig bara í fjórða leikhlutanum þar sem Houston sleit sig frá Phoenix og landaði sigrinum, en gestirnir unnu síðasta fjórðunginn með tíu stigum þökk sé honum. Harden hitti úr 13 af 23 skotum sínum í teignum og þremur af sjö þriggja stiga skotum auk þess að nýta 11 af 14 vítaskotum. Houston heldur eins leiks forystu á Portland í baráttunni um þriðja sæti í vesturdeildinni þar sem heimavallarrétturinn mun væntanlega skipta þokkalegu máli í úrslitakeppninni, en liðið er þremur sigrum á eftir Memphis sem er í öðru sæti. Sjáðu Harden fara á kostum í nótt: Talandi um Memphis. Það vann það níu stiga heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 95-86. Heimamenn voru með þrettán stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir náðu ekki að éta upp. Marc Gasol heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Memphis, en spænski miðherjinn skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Zach Randolph var þó stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Bróðir Gasol, Pau, hefur líka spilað frábærlega á tímabilinu eftir að skipta yfir til Chicago og hann fór fyrir sínum mönnum sem völtuðu yfir Sacramento Kings, 104-86, á heimavelli. Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst, en hann hitti úr 11 af 15 skotum sínum í teignum. Tony Snell kom hrikalega öflugur inn af bekknum og skoraði 24 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Chicago-liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar og búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er 2,5 sigrum á eftir Toronto sem er í öðru sætinu. Atlanta er sem fyrr á toppnum í austrinu með örugga forystu þar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 78-106 Phoenix Suns - Hoston Rockets 118-127 Chicago Bulls - Sacramento Kings 104-86 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 95-86 LA Lakers - Denver Nuggets 96-106Staðan í deildinni.Jeff Green setur niður hollí hú-troðslu: Ben McLemore treður í Chicago
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira