Heildarvelta Smáþjóðaleikanna meira en 600 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 16:00 Lárus L. Blöndal, Dagur B. Eggertsson og Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Mynd/ÍSÍ Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal, borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneyti undirrituðu í dag föstudaginn 13. febrúar samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleikanna. Undirritunin fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar vegna íþróttamannvirkja og endurnýjunar og viðhalds áhalda í keppnismannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleikanna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Bæði ríki og Reykjavíkurborg eiga fulltrúa í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti. Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum, styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfsaðilum og opinberum aðilum. Auk þess koma á eigin vegum til landsins margir fulltrúar íþróttahreyfinga viðkomandi þátttökuþjóða, fjölskyldumeðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingjar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr. Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða en gert er ráð fyrir því að það verði alls 1.200 sjálfboðaliðar sem starfa við ýmis verk á leikunum og í aðdraganda þeirra. Nú þegar eru tíu fyrirtæki orðin Gullsamstarfsaðilar leikanna. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana. Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Sjá meira
Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal, borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneyti undirrituðu í dag föstudaginn 13. febrúar samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleikanna. Undirritunin fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar vegna íþróttamannvirkja og endurnýjunar og viðhalds áhalda í keppnismannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleikanna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Bæði ríki og Reykjavíkurborg eiga fulltrúa í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti. Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum, styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfsaðilum og opinberum aðilum. Auk þess koma á eigin vegum til landsins margir fulltrúar íþróttahreyfinga viðkomandi þátttökuþjóða, fjölskyldumeðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingjar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr. Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða en gert er ráð fyrir því að það verði alls 1.200 sjálfboðaliðar sem starfa við ýmis verk á leikunum og í aðdraganda þeirra. Nú þegar eru tíu fyrirtæki orðin Gullsamstarfsaðilar leikanna. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana.
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Sjá meira