Dirk Nowitzki kallaður inn í Stjörnuleikinn á síðustu stundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 19:15 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies.
NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30
Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15
Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45
Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00
NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00