O'Sullivan: Eins og að spila í verslunarmiðstöð Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 14:30 Eldflaugin er ekki sátt. vísir/getty Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, vann tvo leiki í gær á fyrsta degi opna velska meistaramótsins. Keppt er í fyrsta sinn í Motorpoint Arena í Cardiff og er spilað á tíu borðum samtímis. „Þetta er eins og að spila í verslunarmiðstöð,“ sagði O'Sullivan ósáttur í viðtali við BBC í gær. „Fólk stendur upp hvenær sem það vill og færir sig á milli sæta. Það eru óskrifaðar reglur í snóker að áhorfendur hreyfi sig ekki þegar spilarinn er að skjóta.“ Opna velska mótið hefur undanfarin níu ár verið haldið í Newport Centre-höllinni en ákveðið var að stækka við sig fyrir þetta ár. „Ég er ekki ánægður með þetta. Newport var ein af mínum uppáhaldshöllum þannig það var ömurlegt að færa mótið. Ég hef spilað hérna áður. Þetta er eins og að spila í flugskýli,“ sagði O'Sullivan. Þessi magnaði snókerspilari hefur verið gagnrýninn á mótahald að undanförnu, en í desember var hann mjög ósáttur við hvernig var staðið að opna breska meistaramótinu. Þar var spilað á fjórum borðum í einu í staðinn fyrir að spila á tveimur eins og tíðkast hefur. Hann vildi meina að það varð til þess að margir af bestu spilurum heims féllu snemma úr leik. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. Íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Frank ósáttur: „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sjá meira
Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, vann tvo leiki í gær á fyrsta degi opna velska meistaramótsins. Keppt er í fyrsta sinn í Motorpoint Arena í Cardiff og er spilað á tíu borðum samtímis. „Þetta er eins og að spila í verslunarmiðstöð,“ sagði O'Sullivan ósáttur í viðtali við BBC í gær. „Fólk stendur upp hvenær sem það vill og færir sig á milli sæta. Það eru óskrifaðar reglur í snóker að áhorfendur hreyfi sig ekki þegar spilarinn er að skjóta.“ Opna velska mótið hefur undanfarin níu ár verið haldið í Newport Centre-höllinni en ákveðið var að stækka við sig fyrir þetta ár. „Ég er ekki ánægður með þetta. Newport var ein af mínum uppáhaldshöllum þannig það var ömurlegt að færa mótið. Ég hef spilað hérna áður. Þetta er eins og að spila í flugskýli,“ sagði O'Sullivan. Þessi magnaði snókerspilari hefur verið gagnrýninn á mótahald að undanförnu, en í desember var hann mjög ósáttur við hvernig var staðið að opna breska meistaramótinu. Þar var spilað á fjórum borðum í einu í staðinn fyrir að spila á tveimur eins og tíðkast hefur. Hann vildi meina að það varð til þess að margir af bestu spilurum heims féllu snemma úr leik. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC.
Íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Frank ósáttur: „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sjá meira