Davis Love III verður næsti liðsstjóri Bandaríkjanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 17:30 Davis Love III var vinsæll liðsstjóri 2012. vísir/getty Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN. Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn. Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári. Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila. Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN. Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn. Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári. Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila. Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira