Fótbolti

Blanc: Þeir sem spila verða klárir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Laurent Blanc hress engu að síður.
Laurent Blanc hress engu að síður. vísir/getty
Laurent Blanc, þjálfari Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain, segir að meiðslavandræði liðsins geti sameinað allt félagið fyrir leikinn mikilvæga gegn Chelsea í kvöld.

PSG mætir Chelsea í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30.

PSG verður án frábærra leikmanna á borð við Lucas Moura, Serge Aurier, Marquinhos og Yohan Cabaye vegna meiðsla í kvöld. Þá er talið að Thiago Motta verði ekki orðinn heill.

„Það er ekki hægt að mæta liði eins og Chelsea í leik í Meistaradeildinni ef menn eru ekki 100 prósent klárir. Þeir sem spila verða klárir,“ sagði Laurent Blanc á blaðamannafundi í gær.

„Við munum tefla fram samkeppnishæfu liði með gæða leikmenn sem hafa mikla reynslu í Meistaradeildinni.“

„Auðvitað vildum við að undirbúningurinn væri betri fyrir þennan leik og við værum að mæta Chelsea undir öðrum kringumstæðum,“ sagði Laurent Blanc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×