Þú bara stjórnar þessu karlinn minn | Umræða um atvik gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 09:00 Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leiki gærkvöldsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og tóku meðal annars fyrir atvik kvöldsins. Enski dómarinn Mark Clattenburg dæmdi þá mark af Porto í 1-1 jafntefli liðsins á móti Basel í Sviss og strákarnir fóru vel yfir þá ákvörðun en dómarar leiksins tóku sér talsverðan tíma til að komast að niðurstöðu. Casemiro skoraði markið sem aldrei var dæmt og fékk að fagna því í smá tíma því aðstoðardómarinn eða aðaldómarinn virtust í fyrstu ekki gera athugasemd við markið. „Það er vinur okkar, sprotadómarinn Kevin Friend, sem sér þetta. Þetta hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þeir eru bara fyrir Vaclik í markinu," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér finnst þetta frábær ákvörðun," sagði Arnar Gunnlaugsson og bætti seinna við: „Clattenburg sér þetta og línuvörðurinn sér þetta en sjá hvorugur ástæðu til að gera neitt. Sprotadómarinn er í bestu aðstöðunni. Svona á leikurinn að vera. Þetta er sameiginleg ákvörðun allra dómaranna og það er bara fínt því þetta er hárrétt ákvörðun," sagði Arnar. Strákarnir ræddu nokkur önnur svona mörk og þar á meðal markið sem Ander Herrera skoraði fyrir Manchester United í enska bikarnum á mánudagskvöldið. „Þetta er öðruvísi en við erum samt að tala um sömu reglu. Þetta er spurningin um hvort hann fipi markvörðinn eða hindri hann einhvern veginn í sínum störfum," sagði Hjörvar á meðan markið var sýnt. „Þetta er túlkunaratriði hjá þeim sem dæmir leikinn. Í þessu tilfelli er ég mjög hrifinn af því að hann dæmi mark. Mér fannst Rooney ekki hafa svakaleg áhrif á markvörðinn eins og var í Basel-leiknum. Þetta er rosaleg ábyrgð hjá dómara: Hvenær á ég að gera þetta og hvenær ekki. Lögin eru svona hmmm. Þú bara stjórnar þessu karlinn minn," sagði Arnar. Það er hægt að sjá alla umræðuna um markið hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leiki gærkvöldsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og tóku meðal annars fyrir atvik kvöldsins. Enski dómarinn Mark Clattenburg dæmdi þá mark af Porto í 1-1 jafntefli liðsins á móti Basel í Sviss og strákarnir fóru vel yfir þá ákvörðun en dómarar leiksins tóku sér talsverðan tíma til að komast að niðurstöðu. Casemiro skoraði markið sem aldrei var dæmt og fékk að fagna því í smá tíma því aðstoðardómarinn eða aðaldómarinn virtust í fyrstu ekki gera athugasemd við markið. „Það er vinur okkar, sprotadómarinn Kevin Friend, sem sér þetta. Þetta hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þeir eru bara fyrir Vaclik í markinu," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér finnst þetta frábær ákvörðun," sagði Arnar Gunnlaugsson og bætti seinna við: „Clattenburg sér þetta og línuvörðurinn sér þetta en sjá hvorugur ástæðu til að gera neitt. Sprotadómarinn er í bestu aðstöðunni. Svona á leikurinn að vera. Þetta er sameiginleg ákvörðun allra dómaranna og það er bara fínt því þetta er hárrétt ákvörðun," sagði Arnar. Strákarnir ræddu nokkur önnur svona mörk og þar á meðal markið sem Ander Herrera skoraði fyrir Manchester United í enska bikarnum á mánudagskvöldið. „Þetta er öðruvísi en við erum samt að tala um sömu reglu. Þetta er spurningin um hvort hann fipi markvörðinn eða hindri hann einhvern veginn í sínum störfum," sagði Hjörvar á meðan markið var sýnt. „Þetta er túlkunaratriði hjá þeim sem dæmir leikinn. Í þessu tilfelli er ég mjög hrifinn af því að hann dæmi mark. Mér fannst Rooney ekki hafa svakaleg áhrif á markvörðinn eins og var í Basel-leiknum. Þetta er rosaleg ábyrgð hjá dómara: Hvenær á ég að gera þetta og hvenær ekki. Lögin eru svona hmmm. Þú bara stjórnar þessu karlinn minn," sagði Arnar. Það er hægt að sjá alla umræðuna um markið hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira