Þú bara stjórnar þessu karlinn minn | Umræða um atvik gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 09:00 Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leiki gærkvöldsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og tóku meðal annars fyrir atvik kvöldsins. Enski dómarinn Mark Clattenburg dæmdi þá mark af Porto í 1-1 jafntefli liðsins á móti Basel í Sviss og strákarnir fóru vel yfir þá ákvörðun en dómarar leiksins tóku sér talsverðan tíma til að komast að niðurstöðu. Casemiro skoraði markið sem aldrei var dæmt og fékk að fagna því í smá tíma því aðstoðardómarinn eða aðaldómarinn virtust í fyrstu ekki gera athugasemd við markið. „Það er vinur okkar, sprotadómarinn Kevin Friend, sem sér þetta. Þetta hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þeir eru bara fyrir Vaclik í markinu," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér finnst þetta frábær ákvörðun," sagði Arnar Gunnlaugsson og bætti seinna við: „Clattenburg sér þetta og línuvörðurinn sér þetta en sjá hvorugur ástæðu til að gera neitt. Sprotadómarinn er í bestu aðstöðunni. Svona á leikurinn að vera. Þetta er sameiginleg ákvörðun allra dómaranna og það er bara fínt því þetta er hárrétt ákvörðun," sagði Arnar. Strákarnir ræddu nokkur önnur svona mörk og þar á meðal markið sem Ander Herrera skoraði fyrir Manchester United í enska bikarnum á mánudagskvöldið. „Þetta er öðruvísi en við erum samt að tala um sömu reglu. Þetta er spurningin um hvort hann fipi markvörðinn eða hindri hann einhvern veginn í sínum störfum," sagði Hjörvar á meðan markið var sýnt. „Þetta er túlkunaratriði hjá þeim sem dæmir leikinn. Í þessu tilfelli er ég mjög hrifinn af því að hann dæmi mark. Mér fannst Rooney ekki hafa svakaleg áhrif á markvörðinn eins og var í Basel-leiknum. Þetta er rosaleg ábyrgð hjá dómara: Hvenær á ég að gera þetta og hvenær ekki. Lögin eru svona hmmm. Þú bara stjórnar þessu karlinn minn," sagði Arnar. Það er hægt að sjá alla umræðuna um markið hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leiki gærkvöldsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og tóku meðal annars fyrir atvik kvöldsins. Enski dómarinn Mark Clattenburg dæmdi þá mark af Porto í 1-1 jafntefli liðsins á móti Basel í Sviss og strákarnir fóru vel yfir þá ákvörðun en dómarar leiksins tóku sér talsverðan tíma til að komast að niðurstöðu. Casemiro skoraði markið sem aldrei var dæmt og fékk að fagna því í smá tíma því aðstoðardómarinn eða aðaldómarinn virtust í fyrstu ekki gera athugasemd við markið. „Það er vinur okkar, sprotadómarinn Kevin Friend, sem sér þetta. Þetta hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þeir eru bara fyrir Vaclik í markinu," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér finnst þetta frábær ákvörðun," sagði Arnar Gunnlaugsson og bætti seinna við: „Clattenburg sér þetta og línuvörðurinn sér þetta en sjá hvorugur ástæðu til að gera neitt. Sprotadómarinn er í bestu aðstöðunni. Svona á leikurinn að vera. Þetta er sameiginleg ákvörðun allra dómaranna og það er bara fínt því þetta er hárrétt ákvörðun," sagði Arnar. Strákarnir ræddu nokkur önnur svona mörk og þar á meðal markið sem Ander Herrera skoraði fyrir Manchester United í enska bikarnum á mánudagskvöldið. „Þetta er öðruvísi en við erum samt að tala um sömu reglu. Þetta er spurningin um hvort hann fipi markvörðinn eða hindri hann einhvern veginn í sínum störfum," sagði Hjörvar á meðan markið var sýnt. „Þetta er túlkunaratriði hjá þeim sem dæmir leikinn. Í þessu tilfelli er ég mjög hrifinn af því að hann dæmi mark. Mér fannst Rooney ekki hafa svakaleg áhrif á markvörðinn eins og var í Basel-leiknum. Þetta er rosaleg ábyrgð hjá dómara: Hvenær á ég að gera þetta og hvenær ekki. Lögin eru svona hmmm. Þú bara stjórnar þessu karlinn minn," sagði Arnar. Það er hægt að sjá alla umræðuna um markið hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira