Grátandi kona og krafa um uppgjör Sigurjón M. Egilsson skrifar 2. febrúar 2015 08:47 Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. „Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. Á sama tíma skrifar fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar: „Fram að næsta flokksþingi þarf afdráttarlausa yfirlýsingu frá formanni flokksins og varaformanni um fullkomna andstöðu við daður borgarfulltrúanna. Ef ekki munu flestir þeirra fáu sem reyna að verja málstað flokksins fara. Þar á meðal ég.“ Hér er alvara á ferð. Er flokkur forsætisráðherra í klofningshættu? Getur það flokksfólk, sem fylgt hefur flokknum í langan tíma, ekki sætti sig við það fólk sem er nýgengið í flokkinn og hefur skapað að honum aðra ímynd en áður var? Engum sem fylgist með dylst að nýliðarnir í Framsóknarflokki, það er borgarfulltrúarnir, stugga við þeim sem fyrir eru. Jóhannes er ekki einn um ósættið. Jóhanna María Sigmundsdóttir þingkona, skrifar: „Það er ótrúlegt að þurfa dag eftir dag að hreinsa sig af ásökunum um stuðning við mismunun og öfgahópa.“ Ljóst er að formanns Framsóknarflokksins bíða verk og ákvarðanir. Mörgu flokksfólki líður illa. Hvaða stjórnandi sem er, hvort sem það er á vinnustað, í félagsstarfi eða hvar sem er, verður að bregðast við ef vanlíðan þeirra sem með honum starfa er þvílík að fólk grætur af vanlíðan. Guðfinna finnur til undan fólki eins og Jóhannesi og Jóhönnu Margréti. Téður Jóhannes skrifar: „Í dag hef ég í tvígang verið spurður þeirrar spurningar hvort ég sé rasisti. Ástæðurnar ekki vegna eigin orða eða gjörða heldur framganga borgarfulltrúa flokksins síðustu misseri. Rétt er að árétta á þessu stigi máls að ég er alls ekki rasisti, raunar þvert á móti. Forysta Framsóknarflokksins þarf hins vegar að sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af. Rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík eiga ekkert erindi í þessum flokki. Svona þenkjandi fólk verður að víkja, þeim á ekki að vera vært á næsta flokksþingi.“ Hér er engin tæpitunga töluð. Hér er alvara á ferð. Og Jóhanna María: „...kannski var maður ekki að trúa því fyrst að maður þyrfti að bera af sér ásakanir um rasisma og hatur í garð einstaklinga. En þegar að málflutningur sem slíkur ætlaði að fara af stað aftur þá vissi maður að taka þyrfti í taumana strax.“ Guðfinna veltir fyrir sér hvaða fólk amist við henni: „...hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða fólk í sama flokki sem er að berjast um völd eða er á leið úr flokknum og vantar sínar 15 mínútur af frægð. Versta við eineltið er að sitja hjá og leyfa því að gerast.“ Boltinn er hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun
Illt er ástandið í Framsóknarflokki. Meðan flokksmaður til áratuga krefur formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um uppgjör innan flokks kvartar annar borgarfulltrúanna, Guðfinna J. Guðmundsdóttir sáran undan því sem hún kallar einelti. „Eftir 8 mánaða opinbert einelti þar sem fjölmiðlar skapa vettvang til að láta fólk sparka í mig, svívirða og ljúga upp á mig skoðanir og búa til einhverja allt aðra manneskju úr mér en ég er ætla ég að leyfa mér að gráta,“ skrifar borgarfulltrúinn Guðfinna J. Guðmundsdóttir. Á sama tíma skrifar fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar: „Fram að næsta flokksþingi þarf afdráttarlausa yfirlýsingu frá formanni flokksins og varaformanni um fullkomna andstöðu við daður borgarfulltrúanna. Ef ekki munu flestir þeirra fáu sem reyna að verja málstað flokksins fara. Þar á meðal ég.“ Hér er alvara á ferð. Er flokkur forsætisráðherra í klofningshættu? Getur það flokksfólk, sem fylgt hefur flokknum í langan tíma, ekki sætti sig við það fólk sem er nýgengið í flokkinn og hefur skapað að honum aðra ímynd en áður var? Engum sem fylgist með dylst að nýliðarnir í Framsóknarflokki, það er borgarfulltrúarnir, stugga við þeim sem fyrir eru. Jóhannes er ekki einn um ósættið. Jóhanna María Sigmundsdóttir þingkona, skrifar: „Það er ótrúlegt að þurfa dag eftir dag að hreinsa sig af ásökunum um stuðning við mismunun og öfgahópa.“ Ljóst er að formanns Framsóknarflokksins bíða verk og ákvarðanir. Mörgu flokksfólki líður illa. Hvaða stjórnandi sem er, hvort sem það er á vinnustað, í félagsstarfi eða hvar sem er, verður að bregðast við ef vanlíðan þeirra sem með honum starfa er þvílík að fólk grætur af vanlíðan. Guðfinna finnur til undan fólki eins og Jóhannesi og Jóhönnu Margréti. Téður Jóhannes skrifar: „Í dag hef ég í tvígang verið spurður þeirrar spurningar hvort ég sé rasisti. Ástæðurnar ekki vegna eigin orða eða gjörða heldur framganga borgarfulltrúa flokksins síðustu misseri. Rétt er að árétta á þessu stigi máls að ég er alls ekki rasisti, raunar þvert á móti. Forysta Framsóknarflokksins þarf hins vegar að sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af. Rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík eiga ekkert erindi í þessum flokki. Svona þenkjandi fólk verður að víkja, þeim á ekki að vera vært á næsta flokksþingi.“ Hér er engin tæpitunga töluð. Hér er alvara á ferð. Og Jóhanna María: „...kannski var maður ekki að trúa því fyrst að maður þyrfti að bera af sér ásakanir um rasisma og hatur í garð einstaklinga. En þegar að málflutningur sem slíkur ætlaði að fara af stað aftur þá vissi maður að taka þyrfti í taumana strax.“ Guðfinna veltir fyrir sér hvaða fólk amist við henni: „...hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða fólk í sama flokki sem er að berjast um völd eða er á leið úr flokknum og vantar sínar 15 mínútur af frægð. Versta við eineltið er að sitja hjá og leyfa því að gerast.“ Boltinn er hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun