Super Bowl partý á Ölveri leyst upp af lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2015 09:58 Ölver í Glæsibæ er bæði vinsæll sport- og karókíbar. Liðsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óvæntir gestir á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík í nótt. Um fimmtíu manns voru á staðnum að horfa á úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, en þeir þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn eftir að löggan mætti á svæðið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var leikurinn um það bil hálfnaður og stemningin í rólegri kantinum. Skipti það litlu máli þar sem ekki hafði fengist leyfi til að hafa staðinn opinn fram á nótt. Óhætt er að segja að aðgerðir lögreglu hafi farið öfugt ofan í gesti staðarins sem fyrir vikið þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn, þegar klukkan var farin að ganga tvö. Var langt í frá að allir hefðu í önnur hús að vernda samkvæmt gesti sem blaðamaður ræddi við í nótt. Sjá einnig: Einn besti Super Bowl sögunnar Almennt hafa vínveitingahús á höfuðborgarsvæðinu aðeins opnunarleyfi til klukkan eitt utan föstudags og laugardagskvölda. Hins vegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að hafa opið lengur líkt og fjölmargir skemmtistaðir gerðu í gærkvöldi. Það virðist hins vegar hafa gleymst í tilfelli Ölvers. Viðureign Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl í gærkvöldi fer í sögubækurnar. Patriots vann hreint ótrúlegan sigur þar sem lokamínúturnar voru lyginni líkastar líkt og sjá má í umfjöllun um leikinn á Vísi.Uppfært klukkan 14:48 Svo virðist sem skemmtistöðum í Reykjavík reynist heldur erfitt að fá leyfi til að hafa opið lengur en gengur og gerist. Það segir eigandi Glaumbars sem var sá eini sem fékk leyfi til að hafa opið fram á nótt á meðan á Super Bowl stóð. Áhorf á íþróttaviðburðum eftir kl. 01:00 er auðvitað stór hættulegt og því ákvað lögreglan bara að loka Ölver #Ok #MakesSens #NorðurKórea— Runólfur Þórhallsson (@Runolfur21) February 2, 2015 Lögregluaðgerð lokið. Búið að tæma Ölver og enginn lést við áhorf á kappleik. Getum andað léttar.— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) February 2, 2015 Tengdar fréttir Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Liðsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óvæntir gestir á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík í nótt. Um fimmtíu manns voru á staðnum að horfa á úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, en þeir þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn eftir að löggan mætti á svæðið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var leikurinn um það bil hálfnaður og stemningin í rólegri kantinum. Skipti það litlu máli þar sem ekki hafði fengist leyfi til að hafa staðinn opinn fram á nótt. Óhætt er að segja að aðgerðir lögreglu hafi farið öfugt ofan í gesti staðarins sem fyrir vikið þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn, þegar klukkan var farin að ganga tvö. Var langt í frá að allir hefðu í önnur hús að vernda samkvæmt gesti sem blaðamaður ræddi við í nótt. Sjá einnig: Einn besti Super Bowl sögunnar Almennt hafa vínveitingahús á höfuðborgarsvæðinu aðeins opnunarleyfi til klukkan eitt utan föstudags og laugardagskvölda. Hins vegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að hafa opið lengur líkt og fjölmargir skemmtistaðir gerðu í gærkvöldi. Það virðist hins vegar hafa gleymst í tilfelli Ölvers. Viðureign Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl í gærkvöldi fer í sögubækurnar. Patriots vann hreint ótrúlegan sigur þar sem lokamínúturnar voru lyginni líkastar líkt og sjá má í umfjöllun um leikinn á Vísi.Uppfært klukkan 14:48 Svo virðist sem skemmtistöðum í Reykjavík reynist heldur erfitt að fá leyfi til að hafa opið lengur en gengur og gerist. Það segir eigandi Glaumbars sem var sá eini sem fékk leyfi til að hafa opið fram á nótt á meðan á Super Bowl stóð. Áhorf á íþróttaviðburðum eftir kl. 01:00 er auðvitað stór hættulegt og því ákvað lögreglan bara að loka Ölver #Ok #MakesSens #NorðurKórea— Runólfur Þórhallsson (@Runolfur21) February 2, 2015 Lögregluaðgerð lokið. Búið að tæma Ölver og enginn lést við áhorf á kappleik. Getum andað léttar.— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) February 2, 2015
Tengdar fréttir Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34