Innlent

Aukin skjálftavirkni við Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stærsti skjálftinn varð á tíunda tímanum í gærkvöld og var hann 4,6 af stærð.
Stærsti skjálftinn varð á tíunda tímanum í gærkvöld og var hann 4,6 af stærð. Mynd/Guðbergur Davíðsson.
Aðeins fleiri skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn en sólarhringana á undan eða um 45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Stærsti skjálftinn varð á tíunda tímanum í gærkvöld og var hann 4,6 af stærð. Fjórir skjálftar af stærðinni  milli 3 og 4 mældust á tímabilinu.

Um 15 skjálftar hafa mælst í kvikuganginum síðan í gærmorgun. Stærsti var 1,9 af stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×