Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-17 | Framarar niðurlægðir í Vodafone höllinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. febrúar 2015 12:55 Guðmundur Hólmar Helgason brýst í gegnum vörn Vals í kvöld. Vísir/ernir Valur vann öruggan 34-17 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Það var lítil spenna í leiknum. Það tók Fram rúmar 9 mínútur að skora sitt fyrsta mark og þrátt fyrir að Valsmenn hafi einnig verið hægir í gang var munurinn þó fljótt þrjú mörk. Sóknarleikur Fram var mjög slakur og hreint ekki boðlegur á löngum köflum. Varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins náði sér engan vegin á strik og því átti Valur í raun aldrei í vandræðum í leiknum. Átta mörkum munaði í hálfleik 15-7 og gaf Valur ekkert eftir í seinni hálfleikur heldur jók muninn og sá til þess að Fram kæmist aldrei inn í leikinn. Það tók Valsmenn nokkrar mínútur að spila sig í gang en eftir að liðið gerði það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Liðið átti þó mjög auðveldan dag því Framliðið var nokkrum númerum of slakt í leiknum en það skal ekkert tekið af liðið Vals. Liðið lék mjög og hætti aldrei þó sigurinn væri í höfn snemma í seinni hálfleik. Valsvörnin var sterk gegn arfa slakri sókn Fram og átti Valur í engum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og þá skipti engu máli hvort liðið væri fullskipað eða einum til tveimur leikmönnum færri. Liðið komst alltaf í færi. Valur er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR sem á leik til góða. Fram er í bullandi fallbaráttu og verður það ef mark er takandi á leik liðsins í kvöld.Elvar Friðriksson brýst í gegn.vísir/ernirOrri: Ákveðnir að setja í fluggír „Við vissum að þetta gæti dottið svona í dag og vorum ákveðnir að mæta band brjálaðir til leiks,“ sagði Orri Freyr Gíslason línumaður og varnatröll Vals. „Við spiluðum fjóra æfingaleiki í janúar sem við vorum ekki nógu sáttir með og því vorum við ákveðnir að setja í fluggír í dag og vera tilbúnir fyrir sunnudaginn. Það er stórleikur þá, átta lið úrslit í bikarnum. „Við vorum með örugga forystu í hálfleik og vinnum seinni hálfleikinn líka mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með enda ákváðum við að gefa ekkert eftir. Við höfum átt það til í vetur að gefa eftir í seinni hálfleik. „Það er léttara að halda dampi þegar maður er með breiðan hóp og við sýndum breiddina í hópnum í kvöld. Það voru allir tilbúnir,“ sagði Orri en allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum nema Atli Már Báruson. Því var næsta spurning hvort það væri ekki sekt. „Gummi (Guðmundur Hólmar Helgason) er sektarstjóri. Ég þarf að tala við hann. Hann verður örugglega ánægður með þessa hugmynd. Hvað eigum við að segja, 1000 kall? Ég er til í það. „Ég hef svo sem lent í þessu sjálfur þegar maður spilar bara vörnina. Ég stend eiginlega með Atla þarna.“vísir/ernirGuðlaugur: Þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí „Það væri vont að segja að við höfum lagt þetta upp svona. Við spiluðum illa. Við mætum ekki til leiks og hugarfarið er ekki rétt og við erum þannig lið að við þurfum að vinna með hugarfarið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. Það tók Fram níu mínútur að skora fyrsta markið sem gaf tóninn í leiknum. „Þessar fyrstu níu mínútur vorum við ekki að fá mikið af mörkum á okkur heldur. Við höldum þeim þar og fáum ágætis færi en sækjum ekki á þá sóknarlega. Svo þegar við erum fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik þá erum við að hraðaupphlaup og dauðafæri sem við erum að klikka á. „Þetta hefur verið sagan hjá okkur í vetur og við þurfum að rífa okkur upp. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en ég vonaði að við myndum sýna betri baráttu en þetta. „Því miður þá gefast menn upp í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við töluðum um það í háfleik að koma inn í seinni hálfleikinn og vinna fyrir okkur og í okkar málum. Því miður erum við of mikið að benda á hvern annan og enginn þorir að taka almennilega á skarið. „Við vinnum úr þessu eins og við höfum gert. Við höfum lent í svona krísum áður og við vinnum bara eftir okkar plani og mætum galvaskir á æfingu á morgun og ræðum þetta og leysum úr þessu og svo er annar leikur í næstu viku. Það er ljóst að þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí,“ sagði Guðlaugur. Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Valur vann öruggan 34-17 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Það var lítil spenna í leiknum. Það tók Fram rúmar 9 mínútur að skora sitt fyrsta mark og þrátt fyrir að Valsmenn hafi einnig verið hægir í gang var munurinn þó fljótt þrjú mörk. Sóknarleikur Fram var mjög slakur og hreint ekki boðlegur á löngum köflum. Varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins náði sér engan vegin á strik og því átti Valur í raun aldrei í vandræðum í leiknum. Átta mörkum munaði í hálfleik 15-7 og gaf Valur ekkert eftir í seinni hálfleikur heldur jók muninn og sá til þess að Fram kæmist aldrei inn í leikinn. Það tók Valsmenn nokkrar mínútur að spila sig í gang en eftir að liðið gerði það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Liðið átti þó mjög auðveldan dag því Framliðið var nokkrum númerum of slakt í leiknum en það skal ekkert tekið af liðið Vals. Liðið lék mjög og hætti aldrei þó sigurinn væri í höfn snemma í seinni hálfleik. Valsvörnin var sterk gegn arfa slakri sókn Fram og átti Valur í engum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og þá skipti engu máli hvort liðið væri fullskipað eða einum til tveimur leikmönnum færri. Liðið komst alltaf í færi. Valur er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR sem á leik til góða. Fram er í bullandi fallbaráttu og verður það ef mark er takandi á leik liðsins í kvöld.Elvar Friðriksson brýst í gegn.vísir/ernirOrri: Ákveðnir að setja í fluggír „Við vissum að þetta gæti dottið svona í dag og vorum ákveðnir að mæta band brjálaðir til leiks,“ sagði Orri Freyr Gíslason línumaður og varnatröll Vals. „Við spiluðum fjóra æfingaleiki í janúar sem við vorum ekki nógu sáttir með og því vorum við ákveðnir að setja í fluggír í dag og vera tilbúnir fyrir sunnudaginn. Það er stórleikur þá, átta lið úrslit í bikarnum. „Við vorum með örugga forystu í hálfleik og vinnum seinni hálfleikinn líka mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með enda ákváðum við að gefa ekkert eftir. Við höfum átt það til í vetur að gefa eftir í seinni hálfleik. „Það er léttara að halda dampi þegar maður er með breiðan hóp og við sýndum breiddina í hópnum í kvöld. Það voru allir tilbúnir,“ sagði Orri en allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum nema Atli Már Báruson. Því var næsta spurning hvort það væri ekki sekt. „Gummi (Guðmundur Hólmar Helgason) er sektarstjóri. Ég þarf að tala við hann. Hann verður örugglega ánægður með þessa hugmynd. Hvað eigum við að segja, 1000 kall? Ég er til í það. „Ég hef svo sem lent í þessu sjálfur þegar maður spilar bara vörnina. Ég stend eiginlega með Atla þarna.“vísir/ernirGuðlaugur: Þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí „Það væri vont að segja að við höfum lagt þetta upp svona. Við spiluðum illa. Við mætum ekki til leiks og hugarfarið er ekki rétt og við erum þannig lið að við þurfum að vinna með hugarfarið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. Það tók Fram níu mínútur að skora fyrsta markið sem gaf tóninn í leiknum. „Þessar fyrstu níu mínútur vorum við ekki að fá mikið af mörkum á okkur heldur. Við höldum þeim þar og fáum ágætis færi en sækjum ekki á þá sóknarlega. Svo þegar við erum fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik þá erum við að hraðaupphlaup og dauðafæri sem við erum að klikka á. „Þetta hefur verið sagan hjá okkur í vetur og við þurfum að rífa okkur upp. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en ég vonaði að við myndum sýna betri baráttu en þetta. „Því miður þá gefast menn upp í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við töluðum um það í háfleik að koma inn í seinni hálfleikinn og vinna fyrir okkur og í okkar málum. Því miður erum við of mikið að benda á hvern annan og enginn þorir að taka almennilega á skarið. „Við vinnum úr þessu eins og við höfum gert. Við höfum lent í svona krísum áður og við vinnum bara eftir okkar plani og mætum galvaskir á æfingu á morgun og ræðum þetta og leysum úr þessu og svo er annar leikur í næstu viku. Það er ljóst að þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí,“ sagði Guðlaugur.
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira