Porsche Cayman GT4 er ný skruggukerra Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 15:30 Porsche Cayman GT4. Lengi hefur verið skeggrætt um það meðal Porsche aðdáenda hvort Porsche 911 eða Porsche Cayman sé betri sportbíll. Sá samanburður verður ef til vill enn harðari eftir útkomu nýjasta bíls Porsche, Cayman GT4. Margir benda á að Porsche myndi aldrei leyfa sér að framleiða betri akstursbíl en 911, en víst er að Cayman kemur þar ekki langt á eftir. Þessi nýi bíll er með 3,8 lítra boxer vél, 385 hestöfl og beinskiptur eingöngu. Semsagt harðkjarna sportbíll fyrir þá sem ekki geta hugsað sér sjálfskiptingu. Cayman GT4 er ekki nema 4,2 sekúndur í hundraðið og fer víst Nürburgring brautina á 7 mínútum og 40 sekúndum. Það er á pari við 2011 árgerðina af Porsche 911 GT3. Alls ekki slæmt það. Hann á líka að hafa fengið undirvagninn frá 911 GT3, svo víst er að þarna fer rosalegur akstursbíll. Ekki skemmir útlitið heldur fyrir honum. Porsche Cayman GT4 verður kynntur almenningi á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Í Bandaríkjunum mun Porsche Cayman GT4 kosta 84.600 dollara, eða um 11 milljónir króna. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent
Lengi hefur verið skeggrætt um það meðal Porsche aðdáenda hvort Porsche 911 eða Porsche Cayman sé betri sportbíll. Sá samanburður verður ef til vill enn harðari eftir útkomu nýjasta bíls Porsche, Cayman GT4. Margir benda á að Porsche myndi aldrei leyfa sér að framleiða betri akstursbíl en 911, en víst er að Cayman kemur þar ekki langt á eftir. Þessi nýi bíll er með 3,8 lítra boxer vél, 385 hestöfl og beinskiptur eingöngu. Semsagt harðkjarna sportbíll fyrir þá sem ekki geta hugsað sér sjálfskiptingu. Cayman GT4 er ekki nema 4,2 sekúndur í hundraðið og fer víst Nürburgring brautina á 7 mínútum og 40 sekúndum. Það er á pari við 2011 árgerðina af Porsche 911 GT3. Alls ekki slæmt það. Hann á líka að hafa fengið undirvagninn frá 911 GT3, svo víst er að þarna fer rosalegur akstursbíll. Ekki skemmir útlitið heldur fyrir honum. Porsche Cayman GT4 verður kynntur almenningi á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Í Bandaríkjunum mun Porsche Cayman GT4 kosta 84.600 dollara, eða um 11 milljónir króna.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent