Porsche Cayman GT4 er ný skruggukerra Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 15:30 Porsche Cayman GT4. Lengi hefur verið skeggrætt um það meðal Porsche aðdáenda hvort Porsche 911 eða Porsche Cayman sé betri sportbíll. Sá samanburður verður ef til vill enn harðari eftir útkomu nýjasta bíls Porsche, Cayman GT4. Margir benda á að Porsche myndi aldrei leyfa sér að framleiða betri akstursbíl en 911, en víst er að Cayman kemur þar ekki langt á eftir. Þessi nýi bíll er með 3,8 lítra boxer vél, 385 hestöfl og beinskiptur eingöngu. Semsagt harðkjarna sportbíll fyrir þá sem ekki geta hugsað sér sjálfskiptingu. Cayman GT4 er ekki nema 4,2 sekúndur í hundraðið og fer víst Nürburgring brautina á 7 mínútum og 40 sekúndum. Það er á pari við 2011 árgerðina af Porsche 911 GT3. Alls ekki slæmt það. Hann á líka að hafa fengið undirvagninn frá 911 GT3, svo víst er að þarna fer rosalegur akstursbíll. Ekki skemmir útlitið heldur fyrir honum. Porsche Cayman GT4 verður kynntur almenningi á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Í Bandaríkjunum mun Porsche Cayman GT4 kosta 84.600 dollara, eða um 11 milljónir króna. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent
Lengi hefur verið skeggrætt um það meðal Porsche aðdáenda hvort Porsche 911 eða Porsche Cayman sé betri sportbíll. Sá samanburður verður ef til vill enn harðari eftir útkomu nýjasta bíls Porsche, Cayman GT4. Margir benda á að Porsche myndi aldrei leyfa sér að framleiða betri akstursbíl en 911, en víst er að Cayman kemur þar ekki langt á eftir. Þessi nýi bíll er með 3,8 lítra boxer vél, 385 hestöfl og beinskiptur eingöngu. Semsagt harðkjarna sportbíll fyrir þá sem ekki geta hugsað sér sjálfskiptingu. Cayman GT4 er ekki nema 4,2 sekúndur í hundraðið og fer víst Nürburgring brautina á 7 mínútum og 40 sekúndum. Það er á pari við 2011 árgerðina af Porsche 911 GT3. Alls ekki slæmt það. Hann á líka að hafa fengið undirvagninn frá 911 GT3, svo víst er að þarna fer rosalegur akstursbíll. Ekki skemmir útlitið heldur fyrir honum. Porsche Cayman GT4 verður kynntur almenningi á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Í Bandaríkjunum mun Porsche Cayman GT4 kosta 84.600 dollara, eða um 11 milljónir króna.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent