Ökumaðurinn segir Ólöfu hafa verið eina í hálftíma Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 12:29 Ólöf Þorbjörg. „Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
„Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins.
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04
„Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43