Memphis stöðvaði Atlanta - Ást í loftinu hjá Cleveland | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 07:30 Marc Gasol átti flottan leik fyrir Memphis. vísir/epa Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira
Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira