Eigandi Knicks sagði 73 ára gömlum manni að byrja að halda með Nets Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 17:15 James Dolan er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum NY Knicks. vísir/getty James Dolan, eigandi New York Knicks stjórnarformaður Madison Square Garden, sagði stuðningsmanni liðsins að byrja að halda með Brooklyn Nets því Knicks vill ekki lengur hafa hann sem stuðningsmann. Irving Bierman, 73 ára gamall maður sem hefur stutt Knicks síðan 1952, er vægast sagt ósáttur við Dolan og ákvarðanir hans og sendi eigandanum tölvupóst til að láta hann vita af því. „Á einum tímapunkti fannst mér þú vera að gera góða hluti þegar þú erfðir allt frá föður þínum. Aftur á móti hefur allt gengið á afturfótunum síðan þá,“ skrifaði Bierman, en um þetta er fjallað á vefsíðu ESPN. „Sem stuðningsmaður Knicks í 60 ár skammast ég mín algjörlega fyrir störf þín hjá Knicks. Seldu liðið svo stuðningsmennirnir geti a.m.k. hlakkað til að liðið fari í jákvæðari átt. Augljóslega eru peningar ekki allt. Þú hefur gert fullt af ótrúlega heimskum hlutum með þetta félag. Vinsamlegast hættu.“ Dolan var ekkert alltof sáttur við póstinn og ákvað að svara gamla manninum. Búið er að staðfesta við ESPN að Dolan sá alfarið um það sjálfur að skrifa eftirfarandi tölvupóst: „Af hverju myndi einhver skrifa svona bréf fullt af hatri. Það er mín ágiskun að lífið þitt sé í rústi. Hvað hefur þú gert sem einhver myndi kalla jákvætt eða gott? Ég ætla að giska á ekkert.“ „Líklega hefur þú gert alla fjölskylduna þína óánægða. Kannski ertu alkahólisti. Ég var að fagna 21 ári án áfengis. Þú ætti kannski að prófa það. Kannski hjálpar það þér að vera persóna sem fólk vill vera í kringum. En þar til það gerist máttu endilega byrja að halda með Nets því Knicks vill ekki sjá þig.“ Aðspurður í útvarpsviðtali hvort það kæmi til greina að byrja að halda með Brooklyn Nets svaraði Bierman ákveðinn: „Aldrei!“ NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
James Dolan, eigandi New York Knicks stjórnarformaður Madison Square Garden, sagði stuðningsmanni liðsins að byrja að halda með Brooklyn Nets því Knicks vill ekki lengur hafa hann sem stuðningsmann. Irving Bierman, 73 ára gamall maður sem hefur stutt Knicks síðan 1952, er vægast sagt ósáttur við Dolan og ákvarðanir hans og sendi eigandanum tölvupóst til að láta hann vita af því. „Á einum tímapunkti fannst mér þú vera að gera góða hluti þegar þú erfðir allt frá föður þínum. Aftur á móti hefur allt gengið á afturfótunum síðan þá,“ skrifaði Bierman, en um þetta er fjallað á vefsíðu ESPN. „Sem stuðningsmaður Knicks í 60 ár skammast ég mín algjörlega fyrir störf þín hjá Knicks. Seldu liðið svo stuðningsmennirnir geti a.m.k. hlakkað til að liðið fari í jákvæðari átt. Augljóslega eru peningar ekki allt. Þú hefur gert fullt af ótrúlega heimskum hlutum með þetta félag. Vinsamlegast hættu.“ Dolan var ekkert alltof sáttur við póstinn og ákvað að svara gamla manninum. Búið er að staðfesta við ESPN að Dolan sá alfarið um það sjálfur að skrifa eftirfarandi tölvupóst: „Af hverju myndi einhver skrifa svona bréf fullt af hatri. Það er mín ágiskun að lífið þitt sé í rústi. Hvað hefur þú gert sem einhver myndi kalla jákvætt eða gott? Ég ætla að giska á ekkert.“ „Líklega hefur þú gert alla fjölskylduna þína óánægða. Kannski ertu alkahólisti. Ég var að fagna 21 ári án áfengis. Þú ætti kannski að prófa það. Kannski hjálpar það þér að vera persóna sem fólk vill vera í kringum. En þar til það gerist máttu endilega byrja að halda með Nets því Knicks vill ekki sjá þig.“ Aðspurður í útvarpsviðtali hvort það kæmi til greina að byrja að halda með Brooklyn Nets svaraði Bierman ákveðinn: „Aldrei!“
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira