Murakami hrifinn af Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 23:26 Murakami þykir með merkustu rithöfundum heims. Vísir/AFP Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa. Bókmenntahátíð Menning Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa.
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira