Murakami hrifinn af Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 23:26 Murakami þykir með merkustu rithöfundum heims. Vísir/AFP Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa. Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa.
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira