Spenna fyrir lokahringinn í Katar 23. janúar 2015 14:21 Sergio Garcia lék ekki sitt besta golf á þriðja hring. AP/Getty Heimsmeistaramótið á HM í handbolta er ekki eini stóri íþróttaviðburðurinn sem fram fer í Katar þessa dagana en Commercial Bank Qatar Masters mótið á Evrópumótaröðinni er einnig í gangi. Þremur hringjum af fjórum er lokið en fyrir lokahringinn ríkir töluverð spenna þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sætinu á 13 höggum undir pari. Það eru þeir Marc Warren, Bernd Wieseberger, Emiliano Grillo og Brendan Grace en þeir eru með tveggja högga forskot á næstu menn. Spánverjinn Sergio Garcia sigraði í mótinu á síðasta ári en draumar hans um titilvörn hurfu eins og dögg fyrir sólu á þriðja hring í morgun sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann situr jafn í 62. sæti á einu höggi undir pari. Þá tókst Gary Stal, unga frakkanum sem sigraði í síðustu viku á Abu Dhabi meistaramótinu eftir ævintýralegan lokahring, ekki að fylgja sigrinum eftir en hann náði ekki niðurskurðinum í Katar og endaði á fjórum höggum yfir pari. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun en mótið er ekki það eina sem er á döfinni í golfheiminum um helgina þar sem Humana Challenge á PGA-mótaröðinni er einnig á dagskrá. Hægt er að nálgast alla beinu útsendingartíma Golfstöðvarinnar hér. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið á HM í handbolta er ekki eini stóri íþróttaviðburðurinn sem fram fer í Katar þessa dagana en Commercial Bank Qatar Masters mótið á Evrópumótaröðinni er einnig í gangi. Þremur hringjum af fjórum er lokið en fyrir lokahringinn ríkir töluverð spenna þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sætinu á 13 höggum undir pari. Það eru þeir Marc Warren, Bernd Wieseberger, Emiliano Grillo og Brendan Grace en þeir eru með tveggja högga forskot á næstu menn. Spánverjinn Sergio Garcia sigraði í mótinu á síðasta ári en draumar hans um titilvörn hurfu eins og dögg fyrir sólu á þriðja hring í morgun sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann situr jafn í 62. sæti á einu höggi undir pari. Þá tókst Gary Stal, unga frakkanum sem sigraði í síðustu viku á Abu Dhabi meistaramótinu eftir ævintýralegan lokahring, ekki að fylgja sigrinum eftir en hann náði ekki niðurskurðinum í Katar og endaði á fjórum höggum yfir pari. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun en mótið er ekki það eina sem er á döfinni í golfheiminum um helgina þar sem Humana Challenge á PGA-mótaröðinni er einnig á dagskrá. Hægt er að nálgast alla beinu útsendingartíma Golfstöðvarinnar hér.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira