Franski hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hefur verið jarðaður í múlímskum grafreit í Thiais-hverfinu í úthverfi Parísarborgar. BBC greinir frá.
Lögregla skaut Coulibaly til bana eftir að hann hafði tekið fjölda manns í gíslingu og drepið fjóra í kosher matvöruverslun í austurhluta Parísar þann 9. janúar. Daginn áður hafði hann skotið lögreglukonu til bana.
Alls fórust sautján manns í hryðjuverkaárásunum sem skóku París dagana 7. til 9. júní.
Frönsk yfirvöld hafa þegar jarðað lík bræðranna Cherif og Said Kouachi sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og drápu tólf.
Coulibaly jarðaður í úthverfi Parísar

Tengdar fréttir

Enginn virðist vilja lík árásarmannanna
Fjölskyldur Kouachi bræðranna og Amedy Coulibaly hafa ekki beðið um jarðarfarir.

Frakkar efla eftirlit með grunuðum hryðjuverkamönnum
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra vegna aukins eftirlits með hryðjuverkamönnum.

Hetjan úr kosher versluninni fær ríkisborgararétt
Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku.