Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2015 19:27 Tryggvi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. vísir Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn á lekamálinu stóð, fari ekki fram. Þá verði umboðsmaður að geta treyst því að embættismenn segi honum satt þegar hann beini til þeirra spurningum. Umboðsmaður Alþingis gaf út ítarlegt álit sitt á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lekamálið í dag. Þá mætti hann á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun til að fara yfir niðurstöðurnar. Á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun kom fram að alvarleiki málsins varð umboðsmanni ljós þegar samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu lágu fyrir. Í máli Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns kom fram að innanríkisráðherra hefði í tvígang gefið honum ófullnægjandi svör og ekki gert hreint fyrir sínum dyrum fyrr en í bréfi til umboðsmanns hinn 8. janúar, þar sem hún viðurkenndi að samskipti hennar við lögreglustjóra hefðu ekki að öllu leyti verið réttmæt.Baðst afsökunar „Og að mér viðstöddum þá baðst fyrrverandi innanríkisráðherra afsökunar á framgöngu sinni í þeim og þeim samskiptum sem þarna áttu sér stað,“ segir Tryggvi. Þá skoðaði umboðsmaður samskipti aðstoðarmanna ráðherra við lögreglustjóra og kemst að þeirri niðurstöðu að skerpa þurfi á þeim reglum svo starfsmenn stofnana og almenningur þekki hlutverk þeirra. Þá þurfi að skerpa á síðareglum ráðherra almennt. „Voru þær settar með rétum hætti? Það var niðurstaða umboðsmanns að svo hafi ekki verið í þeesu tilviki, að því er varðar þá ríkisstjórn sem fyrrverandi innanríkisráðhera sat,“ segir umboðsmaður.Brotalamir á skráningu Þá séu miklar brotalamir í skráningu funda ráðherra, sérstaklega þegar hann fundar einn með aðilum utan ráðuneytisins.Umfjöllun fjölmiðla varð til þess að umboðsmaður hóf sína eftirgrennslan með því að kalla lögreglustjóra á sinn fund. „Og ég áttaði mig þá strax á því að þarna hefðu átt sér stað samskipti sem ég alla vega hef alveg frá upphafi litið svo á að hafi verið afskaplega alvarleg út frá því eftirlitshlutverki sem umboðsmaður hefur með höndum,“ segir Tryggvi. Þróunin í vestrænum samfélögum undanfarna áratugi hafi verið í þá átt að aðskilja hið pólitíska vald frá rannsókn mála. „Og þar af leiðandi að almenningur og við borgararnir megum treysta því að rannsókn lögreglunnar miði eingöngu að þvi að afla nauðsynlegra og réttra upplýsinga til þess að hægt sé að taka afstöðu um saksókn,“ segir Tryggvi. Mikilvægt sé að þeir sem vinni að rannsókn mála geti gert það sjálfstætt og hlutlægt án áhrifa annarra stjórnvalda. „Og ég tala nú ekki um ef að viðkomandi hefur einhverja þá aðild eða einhverja þá stöðu og tengslvið viðkomandi mál sem ekki verða talin samrímanleg þessu,“ segir Tryggvi. Lögreglustjórinn hafi að beiðni ríkissaksóknara verið að skoða kærur um meint trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu og lögreglan hafi unnið sitt verk og því hafi kerfið að því leyti ekki brugðist. „Það sem ég er að skoða er hins vegar alveg tiltekinn afmarkaður þáttur sem ég tel að sé mjög mikilvægur út frá því eftirlitshlutverki sem ég hef með höndum og út frá sjónarhorni okkar almennings að sé í lagi. Við eigum semsagt að geta treyst þvi að svona samskipti fari ekki fram,“ sagði Tryggvi Gunnarsson á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Lekamálið Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02 Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47 Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn á lekamálinu stóð, fari ekki fram. Þá verði umboðsmaður að geta treyst því að embættismenn segi honum satt þegar hann beini til þeirra spurningum. Umboðsmaður Alþingis gaf út ítarlegt álit sitt á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lekamálið í dag. Þá mætti hann á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun til að fara yfir niðurstöðurnar. Á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun kom fram að alvarleiki málsins varð umboðsmanni ljós þegar samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu lágu fyrir. Í máli Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns kom fram að innanríkisráðherra hefði í tvígang gefið honum ófullnægjandi svör og ekki gert hreint fyrir sínum dyrum fyrr en í bréfi til umboðsmanns hinn 8. janúar, þar sem hún viðurkenndi að samskipti hennar við lögreglustjóra hefðu ekki að öllu leyti verið réttmæt.Baðst afsökunar „Og að mér viðstöddum þá baðst fyrrverandi innanríkisráðherra afsökunar á framgöngu sinni í þeim og þeim samskiptum sem þarna áttu sér stað,“ segir Tryggvi. Þá skoðaði umboðsmaður samskipti aðstoðarmanna ráðherra við lögreglustjóra og kemst að þeirri niðurstöðu að skerpa þurfi á þeim reglum svo starfsmenn stofnana og almenningur þekki hlutverk þeirra. Þá þurfi að skerpa á síðareglum ráðherra almennt. „Voru þær settar með rétum hætti? Það var niðurstaða umboðsmanns að svo hafi ekki verið í þeesu tilviki, að því er varðar þá ríkisstjórn sem fyrrverandi innanríkisráðhera sat,“ segir umboðsmaður.Brotalamir á skráningu Þá séu miklar brotalamir í skráningu funda ráðherra, sérstaklega þegar hann fundar einn með aðilum utan ráðuneytisins.Umfjöllun fjölmiðla varð til þess að umboðsmaður hóf sína eftirgrennslan með því að kalla lögreglustjóra á sinn fund. „Og ég áttaði mig þá strax á því að þarna hefðu átt sér stað samskipti sem ég alla vega hef alveg frá upphafi litið svo á að hafi verið afskaplega alvarleg út frá því eftirlitshlutverki sem umboðsmaður hefur með höndum,“ segir Tryggvi. Þróunin í vestrænum samfélögum undanfarna áratugi hafi verið í þá átt að aðskilja hið pólitíska vald frá rannsókn mála. „Og þar af leiðandi að almenningur og við borgararnir megum treysta því að rannsókn lögreglunnar miði eingöngu að þvi að afla nauðsynlegra og réttra upplýsinga til þess að hægt sé að taka afstöðu um saksókn,“ segir Tryggvi. Mikilvægt sé að þeir sem vinni að rannsókn mála geti gert það sjálfstætt og hlutlægt án áhrifa annarra stjórnvalda. „Og ég tala nú ekki um ef að viðkomandi hefur einhverja þá aðild eða einhverja þá stöðu og tengslvið viðkomandi mál sem ekki verða talin samrímanleg þessu,“ segir Tryggvi. Lögreglustjórinn hafi að beiðni ríkissaksóknara verið að skoða kærur um meint trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu og lögreglan hafi unnið sitt verk og því hafi kerfið að því leyti ekki brugðist. „Það sem ég er að skoða er hins vegar alveg tiltekinn afmarkaður þáttur sem ég tel að sé mjög mikilvægur út frá því eftirlitshlutverki sem ég hef með höndum og út frá sjónarhorni okkar almennings að sé í lagi. Við eigum semsagt að geta treyst þvi að svona samskipti fari ekki fram,“ sagði Tryggvi Gunnarsson á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Lekamálið Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02 Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47 Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47
Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39
Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30