Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. janúar 2015 21:15 Sigrún Helga varð tvöfaldur Evrópumeistari um helgina. 22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári. Íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári.
Íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira