Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Hjörtur Hjartarson skrifar 26. janúar 2015 19:15 Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í dag. Á meðal þess sem var til umræðu var álit umboðsmanns Alþingis um lekamálið svokallaða sem kynnt var fyrir helgi. Engin sérstök stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum enda telur formaður flokksins enga ástæðu til slíks.„Í þeim öldusjó sem Hanna Birna er núna í, heldurðu ekki að hún hefði alla vel þegið stuðningsyfirlýsingu frá flokknum?“„Ég held nú að Hanna Birna geri sér líklega best grein fyrir því að hennar traust hefur skaðast af þessu máli. Hún hefur viðurkennt að mistök voru gerð, hún hefur jafnframt beðist afsökunar á samskiptum sínum við lögreglustjórann. En Hanna Birna er stjórnmálamaður sem hefur starfað lengi í stjórnmálum og ég þekki vel, bæði þegar hún var á sveitastjórnarstiginu og eftir að hún kom hingað inn á þing. Ég hef starfað með henni sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins og ég get sagt að ég beri til hennar gott traust til að halda sínum stjórnmálastörfum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherraUmboðsmaður tekur fram í áliti sínu að í tvígang hafi Hanna Birna sent honum ófullnægjandi svör en á endanum viðurkennt að samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óæskileg. Bjarni telur að Hanna Birna hafi sagt þingflokknum satt og rétt frá. „Ég hygg að hún hafi eftir bestu getu greint þingflokknum frá stöðu málsins á hverjum tíma eins og hún gat.“ Bjarni óttast ekki að málið komi til með að skaða Sjálfstæðisflokkinn þó pólitísk staða Hönnu Birnu hafi vissulega látið á sjá. Hann telur að Hanna Birna eigi afturkvæmt á Alþingi. „En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í dag. Á meðal þess sem var til umræðu var álit umboðsmanns Alþingis um lekamálið svokallaða sem kynnt var fyrir helgi. Engin sérstök stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum enda telur formaður flokksins enga ástæðu til slíks.„Í þeim öldusjó sem Hanna Birna er núna í, heldurðu ekki að hún hefði alla vel þegið stuðningsyfirlýsingu frá flokknum?“„Ég held nú að Hanna Birna geri sér líklega best grein fyrir því að hennar traust hefur skaðast af þessu máli. Hún hefur viðurkennt að mistök voru gerð, hún hefur jafnframt beðist afsökunar á samskiptum sínum við lögreglustjórann. En Hanna Birna er stjórnmálamaður sem hefur starfað lengi í stjórnmálum og ég þekki vel, bæði þegar hún var á sveitastjórnarstiginu og eftir að hún kom hingað inn á þing. Ég hef starfað með henni sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins og ég get sagt að ég beri til hennar gott traust til að halda sínum stjórnmálastörfum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherraUmboðsmaður tekur fram í áliti sínu að í tvígang hafi Hanna Birna sent honum ófullnægjandi svör en á endanum viðurkennt að samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óæskileg. Bjarni telur að Hanna Birna hafi sagt þingflokknum satt og rétt frá. „Ég hygg að hún hafi eftir bestu getu greint þingflokknum frá stöðu málsins á hverjum tíma eins og hún gat.“ Bjarni óttast ekki að málið komi til með að skaða Sjálfstæðisflokkinn þó pólitísk staða Hönnu Birnu hafi vissulega látið á sjá. Hann telur að Hanna Birna eigi afturkvæmt á Alþingi. „En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira