Fótbolti

Cristiano Ronaldo fékk bara tveggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale og Cristiano Ronaldo.
Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo slapp vel frá fundi aganefndar spænska knattspyrnusambandsins í dag sem dæmdi besta knattspyrnumann heims undanfarin tvö ár aðeins í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk um helgina.

Cristiano Ronaldo var þá rekinn af velli á móti Cordoba fyrir að sparka niður mótherja þegar boltinn var fjarri en hann fylgdi því síðan eftir með því að slá til annars leikmanns Cordoba.

Cristiano Ronaldo baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn en blaðamenn í Barcelona skrifuðu um það í gær að hann gæti átt á hættu að vera dæmdur í tólf leikja bann.

Svo fór nú ekki og missir "bara" af leikjum Real Sociedad og Sevilla. Real Madrid náði að skora sigurmarkið manni færri og án hans og er liðið því áfram með eins stigs forskot á Barcelona.

Hér fyrir neðan má sjá brot Cristiano Ronaldo í leiknum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×