Kosningarétti kvenna fyrir 99 árum fagnað með pompi og prakt Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2015 12:55 Steinunn Ólína segir að þetta sé eins og að halda jól á páskum en Auður telur þetta hártogun hjá Steinunni. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, heldur því fram að 100 ára kosningarétti kvenna sé fagnað á vitlausu ári. Auður Styrkársdóttir, formaður afmælisnefndarinnar, segir það fara eftir því hvernig á er litið. Eins og fram hefur komið stendur til að halda veglega uppá það að konur öðluðust kosningarétt fyrir hundrað árum. Reyndar hefur verið bent á að hluti karlmanna fengu einnig kosningarétt þá nema, mikið stendur til og hafa ríki og borg veitt verulegum fjármunum í mikla dagskrá sem snýst um þessi miklu tímamót, og búið er að stofna sérstakan vef sem heitir einmitt „kosningaréttur100ára“ en nú er komið babb í bátinn. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ritstjóri Kvennablaðsins segir að konur hafi ekki öðlast kosningarétt fyrir en 1916, en ekki 1915. Það er því verið að fagna því að konur öðluðust kosningarétt fyrir 99 árum en ekki 100. Hvernig má þetta vera?Bríet Bjarnhéðinsdóttir sjálf talaði skýrt þegar hún sagði að 1916 hafi hin nýju réttindi tekið gildi.Að fagna getnaðinum en ekki fæðingunni Jú, þannig er að danski konungurinn féllst á nauðsynlegar lagabreytingar í þá veru árið 1915, en þær tóku hins vegar ekki gildi fyrr en ári síðar. Þetta er svipað því og verið sé að halda uppá getnaðinn en ekki fæðinguna, eins og afmælisdagar miðast gjarnan við. Eða eins og Steinunn kýs að orða það: „Að fagna fæðingu frelsarans á sumardaginn fyrsta.“ Steinunn hefur fjallað um málið á miðli sínum, Kvennablaðinu, og hefur Auður Styrkársdóttir, formaður afmælisnefndarinnar gert athugasemdir við þá umfjöllun en Steinunn hefur fyrir þessu traustar heimildir, nefnilega samtímaheimild, sem er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur „Íslenzkar konur pólitískir borgarar – Stjórnarskráin nýja gengin í gildi“, sem birtist 19. janúar í fyrsta tölublaði 22. árgangs Kvennablaðsins og hefst á orðunum: „„Í dag, þann 19. janúar 1916, gekk hin nýja stjórnarskrá vor í gildi, og þar með hafa íslenzkar konur öðlast að fullu sömu stjórnmálaréttindi og karlmenn.“ Steinunn gengur út frá því sem vísu að að Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins og ein fremsta baráttukona Íslandssögunnar fyrir kvenréttindum, vissi um hvað hún væri að tala og væri ekki að bera á borð fyrir lesendur sína einhverja vitleysu og auðhrekjanlega sögufölsun.“Kosningaréttur ekki einkamál kvenna Vísir ræddi við Steinunni af þessu tilefni og hún segir að fólk megi alveg halda uppá afmæli sitt í júní þó það sé fætt í desember. „Fyrir mér. En fyrst afmælið er beinlínis kallað 100 ára afmæli kosningaRÉTTAR kvenna þá er það svolítið skrýtið að halda þá ekki upp á það 100 árum eftir að stjórnarskráin gekk í gildi og konur með lögum höfðu rétt til að kjósa heldur 99 árum síðar. En eins og ég sagði: Konur mega fyrir mér halda upp á hvað svosem þeim dettur í hug. Mér finnst þetta bara svolítið fyndið svolítið eins og fagna fæðingu frelsarans á sumardaginn fyrsta. Eða jólum um páska. Fréttin um samþykki konungs barst til Íslands 19. júní 2015 og þá var ákveðið að halda upp á samþykkta stjórnarskrá með minningarhátíð 7. júlí. um leið og alþingi var sett. Það var ekki haldið uppá þetta 19. júní.“Auður Styrkársdóttir hefur svarað einu og öðru sem að þessu snýr á athugasemdakerfi Kvennablaðsins og í aðsendri grein? „Já, Auður svaraði þessu í athugasemdakerfi Kvennablaðsins á þá vegu að þetta hefði bara farið fram hjá henni,“ segir Steinunn. Og hún heldur áfram: „Sko, í fyrsta lagi er þessi kosningaréttur ekkert einkamál kvenna að mínu mati. Bríet gamla bendir á það í greinum sínum í Kvennablaði sínu að fátækir karlar samtíma hennar hafi ekki eins og konur barist fyrir réttindum sínum á sama hátt og konur með mörgum undirskriftalistum og erindum. Nú er ég ekki sagnfræðingur en það er eins og fátækir karlar hafi ekki haft sig í frammi hvað þetta varðar á þessum tíma og kosningabarátta kvenna fyrir vikið fengið mikla athygli og verðskuldaða fyrir kröfu sína til réttinda. Ég geri ráð fyrir því að ríkir karlar hafi þá eins og í dag helst hugsað um sinn eigin framgang og lítið verið að pæla í fátækum réttlausum bræðrum sínum. Við skulum heldur ekki gleyma að Alþingi Íslendinga var búið að samþykkja kosningarétt kvenna miklu fyrr eða strax 1913 þótt við þyrftum að bíða eftir samþykki dönsku kóngsdruslunnar í tvö ár. Íslenskum Alþingiskörlum var greinilega ekki allsvarnað.“Konur sem sérhagsmunahópurEn, hvernig horfir þetta við henni almennt, finnst henni þessi hátíðarhöld, þessi nálgun, styrkja stöðu kvenna í dag? „Mér finnst náttúrlega að þetta afmæli eigi að snúast um merkan áfanga í lýðræðissögu Íslendinga, það að fátækt fólk af báðum kynjum fékk að nýta atkvæðarétt sinn í Alþingiskosningum og þar með hafa áhrif á sitt samfélag. Grunnur kvennabaráttunnar á Íslandi var jafnrétti, og jafnræði og því hefur ekki enn verið náð. Það er enn verið að mismuna kynjum í launum þótt það sé ólöglegt og fátækt fólk, innflytjendur, minnihlutahópar ýmiskonar eiga áundir högg að sækja. Það er því miður sívaxandi stéttskipting í landinu og hún bitnar á fátæku fólki, fátækum foreldrum. Það bitnar eins og við vitum mest á íslenskum börnum og mér finnst mikilvægt að við skoðum þegar við lítum yfir farin veg kvennabaráttunnar að markmið hennar var að tryggja fjölskyldum í landinu viðunandi lífsskilyrði. Ekki að gera konur að sérhagsmunahópi sem skyldi komast til valda hvað sem það kostar og vinna þar aðeins að eigin velferð og sinna líkra.“Auður segir þessar nýju upplýsingar ekki setja strik í reikninginn og spyr hvers vegna í ósköpunum svo eigi að vera?Mun ekki setja strik í reikinginn Auður Styrkársdóttir er, eins og áður sagði, formaður afmælisnefndarinnar og hún segir að þetta fari nú algjörlega eftir því hvernig á það er litið. „Það var skrifað undir lögin 1915, þann 19. júní eins og frægt er orðið. Þá héldu konur mikla hátíð, þegar fréttin kom. Og hafa síðan gert alltaf, á þessum degi, 19. júní og þetta er í hundraðasta sinn. Sem haldið er uppá kosningarétt kvenna. Lög taka svo faktískt ekki gildi fyrr en þau birtast opinberlega, í Lögbirtingarblaðinu. Ég veit ekki hvernig þetta var á þeim tíma reyndar.“ Ekki var kosið árið 1915, það er sumarið 1916, þá er í fyrsta skipti kosið samkvæmt þessum lögum. En, líkt og Steinunn bendir á, og hefur Bríeti Bjarnhéðinsdóttur fyrir því, þá taka lögin ekki gildi fyrr en það ár? „Er þetta ekki dálítil hártogun? Þetta er hennar skoðun. Eftir stendur að þetta er í hundraðasta skipti sem konur halda upp á þetta kosningaafmæli og Bríet tók fullan þátt í því 1915.“Og þetta setur þá ekki strik í reikninginn hvað hátíðarhöldin varðar? „Af hverju í ósköpunum ætti það að gera það?“ spyr Auður á móti.Tæpar 100 milljónir frá AlþingiEn, hvað kostar hátíðin alls? „Það má lesa í Alþingistíðindum, hvað þetta er í fjárlögum. Sú tala er í heild 98 milljónir, inni í því er rannsóknarrit sem er að koma út 2020. Hluti af hátíðarhöldunum.“Og svo leggur borgin einnig fram fé til hátíðahaldanna?„Mér er ekki kunnugt um hvað það er mikið, nefndin er sjálfstæð í sínum fjárhag og ákvörðunum. En, þessi tala 98 milljónir er fyrir allt sem nefndin hefur lagt til að gert verði yfir árið, ekki bara 19. júní. Það er hluti af heildarupphæðinni. Við erum með stóran sjóð sem einstaklingar og félagasamtök hafa sótt um til verknefa og munum auglýsa 1. febrúar, styrkir til verkefna um allt land.“ Auður segir að sér sé ekki kunnugt um annað en að inni í þessum tæpu hundrað milljónum sé gert ráð fyrir kostnaði sem hlýst af rekstri sjálfrar nefndarinnar. Tengdar fréttir 100 ár af kosningarétti Þann 30. desember verður blásið í lúður og afmælisár boðið velkomið. Fluttur verður fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún hélt einmitt þann dag árið 1887. Hann er oft talinn marka upphaf kvennabaráttunnar á Íslandi 11. desember 2014 10:17 Kvenhyggjufólk gagnrýnt fyrir söguförðun Karlar fengu einnig kosningarétt fyrir hundrað árum en skipuleggjendur vísa því á bug að verið sé að mála yfir sögulegar staðreyndir. 22. janúar 2015 11:44 19. júní gæti orðið frídagur í stað 17. júní 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna er 19. júní. Þjóðhátíðardagurinn gæti vikið sem frídagur í ár sökum þess. 21. janúar 2015 07:15 Hundrað viðburðir til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburðum, smáum og stórum, í tilefni þess að öld er liðin frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20. janúar 2015 13:05 Konur í öndvegi á þjóðhátíðardaginn: „Tími til kominn að fá smá pönk í 17. júní“ Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að hátíðarhöldin á 17. júní verði helguð því að fagna 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna og til að vekja athygli á jafnréttisbaráttu þeirra. 21. janúar 2015 10:50 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, heldur því fram að 100 ára kosningarétti kvenna sé fagnað á vitlausu ári. Auður Styrkársdóttir, formaður afmælisnefndarinnar, segir það fara eftir því hvernig á er litið. Eins og fram hefur komið stendur til að halda veglega uppá það að konur öðluðust kosningarétt fyrir hundrað árum. Reyndar hefur verið bent á að hluti karlmanna fengu einnig kosningarétt þá nema, mikið stendur til og hafa ríki og borg veitt verulegum fjármunum í mikla dagskrá sem snýst um þessi miklu tímamót, og búið er að stofna sérstakan vef sem heitir einmitt „kosningaréttur100ára“ en nú er komið babb í bátinn. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ritstjóri Kvennablaðsins segir að konur hafi ekki öðlast kosningarétt fyrir en 1916, en ekki 1915. Það er því verið að fagna því að konur öðluðust kosningarétt fyrir 99 árum en ekki 100. Hvernig má þetta vera?Bríet Bjarnhéðinsdóttir sjálf talaði skýrt þegar hún sagði að 1916 hafi hin nýju réttindi tekið gildi.Að fagna getnaðinum en ekki fæðingunni Jú, þannig er að danski konungurinn féllst á nauðsynlegar lagabreytingar í þá veru árið 1915, en þær tóku hins vegar ekki gildi fyrr en ári síðar. Þetta er svipað því og verið sé að halda uppá getnaðinn en ekki fæðinguna, eins og afmælisdagar miðast gjarnan við. Eða eins og Steinunn kýs að orða það: „Að fagna fæðingu frelsarans á sumardaginn fyrsta.“ Steinunn hefur fjallað um málið á miðli sínum, Kvennablaðinu, og hefur Auður Styrkársdóttir, formaður afmælisnefndarinnar gert athugasemdir við þá umfjöllun en Steinunn hefur fyrir þessu traustar heimildir, nefnilega samtímaheimild, sem er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur „Íslenzkar konur pólitískir borgarar – Stjórnarskráin nýja gengin í gildi“, sem birtist 19. janúar í fyrsta tölublaði 22. árgangs Kvennablaðsins og hefst á orðunum: „„Í dag, þann 19. janúar 1916, gekk hin nýja stjórnarskrá vor í gildi, og þar með hafa íslenzkar konur öðlast að fullu sömu stjórnmálaréttindi og karlmenn.“ Steinunn gengur út frá því sem vísu að að Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins og ein fremsta baráttukona Íslandssögunnar fyrir kvenréttindum, vissi um hvað hún væri að tala og væri ekki að bera á borð fyrir lesendur sína einhverja vitleysu og auðhrekjanlega sögufölsun.“Kosningaréttur ekki einkamál kvenna Vísir ræddi við Steinunni af þessu tilefni og hún segir að fólk megi alveg halda uppá afmæli sitt í júní þó það sé fætt í desember. „Fyrir mér. En fyrst afmælið er beinlínis kallað 100 ára afmæli kosningaRÉTTAR kvenna þá er það svolítið skrýtið að halda þá ekki upp á það 100 árum eftir að stjórnarskráin gekk í gildi og konur með lögum höfðu rétt til að kjósa heldur 99 árum síðar. En eins og ég sagði: Konur mega fyrir mér halda upp á hvað svosem þeim dettur í hug. Mér finnst þetta bara svolítið fyndið svolítið eins og fagna fæðingu frelsarans á sumardaginn fyrsta. Eða jólum um páska. Fréttin um samþykki konungs barst til Íslands 19. júní 2015 og þá var ákveðið að halda upp á samþykkta stjórnarskrá með minningarhátíð 7. júlí. um leið og alþingi var sett. Það var ekki haldið uppá þetta 19. júní.“Auður Styrkársdóttir hefur svarað einu og öðru sem að þessu snýr á athugasemdakerfi Kvennablaðsins og í aðsendri grein? „Já, Auður svaraði þessu í athugasemdakerfi Kvennablaðsins á þá vegu að þetta hefði bara farið fram hjá henni,“ segir Steinunn. Og hún heldur áfram: „Sko, í fyrsta lagi er þessi kosningaréttur ekkert einkamál kvenna að mínu mati. Bríet gamla bendir á það í greinum sínum í Kvennablaði sínu að fátækir karlar samtíma hennar hafi ekki eins og konur barist fyrir réttindum sínum á sama hátt og konur með mörgum undirskriftalistum og erindum. Nú er ég ekki sagnfræðingur en það er eins og fátækir karlar hafi ekki haft sig í frammi hvað þetta varðar á þessum tíma og kosningabarátta kvenna fyrir vikið fengið mikla athygli og verðskuldaða fyrir kröfu sína til réttinda. Ég geri ráð fyrir því að ríkir karlar hafi þá eins og í dag helst hugsað um sinn eigin framgang og lítið verið að pæla í fátækum réttlausum bræðrum sínum. Við skulum heldur ekki gleyma að Alþingi Íslendinga var búið að samþykkja kosningarétt kvenna miklu fyrr eða strax 1913 þótt við þyrftum að bíða eftir samþykki dönsku kóngsdruslunnar í tvö ár. Íslenskum Alþingiskörlum var greinilega ekki allsvarnað.“Konur sem sérhagsmunahópurEn, hvernig horfir þetta við henni almennt, finnst henni þessi hátíðarhöld, þessi nálgun, styrkja stöðu kvenna í dag? „Mér finnst náttúrlega að þetta afmæli eigi að snúast um merkan áfanga í lýðræðissögu Íslendinga, það að fátækt fólk af báðum kynjum fékk að nýta atkvæðarétt sinn í Alþingiskosningum og þar með hafa áhrif á sitt samfélag. Grunnur kvennabaráttunnar á Íslandi var jafnrétti, og jafnræði og því hefur ekki enn verið náð. Það er enn verið að mismuna kynjum í launum þótt það sé ólöglegt og fátækt fólk, innflytjendur, minnihlutahópar ýmiskonar eiga áundir högg að sækja. Það er því miður sívaxandi stéttskipting í landinu og hún bitnar á fátæku fólki, fátækum foreldrum. Það bitnar eins og við vitum mest á íslenskum börnum og mér finnst mikilvægt að við skoðum þegar við lítum yfir farin veg kvennabaráttunnar að markmið hennar var að tryggja fjölskyldum í landinu viðunandi lífsskilyrði. Ekki að gera konur að sérhagsmunahópi sem skyldi komast til valda hvað sem það kostar og vinna þar aðeins að eigin velferð og sinna líkra.“Auður segir þessar nýju upplýsingar ekki setja strik í reikninginn og spyr hvers vegna í ósköpunum svo eigi að vera?Mun ekki setja strik í reikinginn Auður Styrkársdóttir er, eins og áður sagði, formaður afmælisnefndarinnar og hún segir að þetta fari nú algjörlega eftir því hvernig á það er litið. „Það var skrifað undir lögin 1915, þann 19. júní eins og frægt er orðið. Þá héldu konur mikla hátíð, þegar fréttin kom. Og hafa síðan gert alltaf, á þessum degi, 19. júní og þetta er í hundraðasta sinn. Sem haldið er uppá kosningarétt kvenna. Lög taka svo faktískt ekki gildi fyrr en þau birtast opinberlega, í Lögbirtingarblaðinu. Ég veit ekki hvernig þetta var á þeim tíma reyndar.“ Ekki var kosið árið 1915, það er sumarið 1916, þá er í fyrsta skipti kosið samkvæmt þessum lögum. En, líkt og Steinunn bendir á, og hefur Bríeti Bjarnhéðinsdóttur fyrir því, þá taka lögin ekki gildi fyrr en það ár? „Er þetta ekki dálítil hártogun? Þetta er hennar skoðun. Eftir stendur að þetta er í hundraðasta skipti sem konur halda upp á þetta kosningaafmæli og Bríet tók fullan þátt í því 1915.“Og þetta setur þá ekki strik í reikninginn hvað hátíðarhöldin varðar? „Af hverju í ósköpunum ætti það að gera það?“ spyr Auður á móti.Tæpar 100 milljónir frá AlþingiEn, hvað kostar hátíðin alls? „Það má lesa í Alþingistíðindum, hvað þetta er í fjárlögum. Sú tala er í heild 98 milljónir, inni í því er rannsóknarrit sem er að koma út 2020. Hluti af hátíðarhöldunum.“Og svo leggur borgin einnig fram fé til hátíðahaldanna?„Mér er ekki kunnugt um hvað það er mikið, nefndin er sjálfstæð í sínum fjárhag og ákvörðunum. En, þessi tala 98 milljónir er fyrir allt sem nefndin hefur lagt til að gert verði yfir árið, ekki bara 19. júní. Það er hluti af heildarupphæðinni. Við erum með stóran sjóð sem einstaklingar og félagasamtök hafa sótt um til verknefa og munum auglýsa 1. febrúar, styrkir til verkefna um allt land.“ Auður segir að sér sé ekki kunnugt um annað en að inni í þessum tæpu hundrað milljónum sé gert ráð fyrir kostnaði sem hlýst af rekstri sjálfrar nefndarinnar.
Tengdar fréttir 100 ár af kosningarétti Þann 30. desember verður blásið í lúður og afmælisár boðið velkomið. Fluttur verður fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún hélt einmitt þann dag árið 1887. Hann er oft talinn marka upphaf kvennabaráttunnar á Íslandi 11. desember 2014 10:17 Kvenhyggjufólk gagnrýnt fyrir söguförðun Karlar fengu einnig kosningarétt fyrir hundrað árum en skipuleggjendur vísa því á bug að verið sé að mála yfir sögulegar staðreyndir. 22. janúar 2015 11:44 19. júní gæti orðið frídagur í stað 17. júní 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna er 19. júní. Þjóðhátíðardagurinn gæti vikið sem frídagur í ár sökum þess. 21. janúar 2015 07:15 Hundrað viðburðir til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburðum, smáum og stórum, í tilefni þess að öld er liðin frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20. janúar 2015 13:05 Konur í öndvegi á þjóðhátíðardaginn: „Tími til kominn að fá smá pönk í 17. júní“ Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að hátíðarhöldin á 17. júní verði helguð því að fagna 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna og til að vekja athygli á jafnréttisbaráttu þeirra. 21. janúar 2015 10:50 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
100 ár af kosningarétti Þann 30. desember verður blásið í lúður og afmælisár boðið velkomið. Fluttur verður fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún hélt einmitt þann dag árið 1887. Hann er oft talinn marka upphaf kvennabaráttunnar á Íslandi 11. desember 2014 10:17
Kvenhyggjufólk gagnrýnt fyrir söguförðun Karlar fengu einnig kosningarétt fyrir hundrað árum en skipuleggjendur vísa því á bug að verið sé að mála yfir sögulegar staðreyndir. 22. janúar 2015 11:44
19. júní gæti orðið frídagur í stað 17. júní 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna er 19. júní. Þjóðhátíðardagurinn gæti vikið sem frídagur í ár sökum þess. 21. janúar 2015 07:15
Hundrað viðburðir til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburðum, smáum og stórum, í tilefni þess að öld er liðin frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20. janúar 2015 13:05
Konur í öndvegi á þjóðhátíðardaginn: „Tími til kominn að fá smá pönk í 17. júní“ Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að hátíðarhöldin á 17. júní verði helguð því að fagna 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna og til að vekja athygli á jafnréttisbaráttu þeirra. 21. janúar 2015 10:50