Wieseberger leiðir í Dubai eftir fyrsta hring 29. janúar 2015 19:15 Wieseberger er í stuði þessa dagana. Getty Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger er greinilega í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa verið í toppbaráttunni á síðustu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni leiðir hann á Dubai Desert Classic eftir fyrsta hring. Wieseberger lék Emirates völlinn á 64 höggum í dag eða á átta undir pari en fjórir kylfingar eru í öðru sæti á sjö undir pari, meðal annars Englendingurinn Lee Westwood og hinn högglangi Nicolas Colsaerts. Þá er Rory McIlroy einnig meðal þátttakenda en hann byrjaði vel og er jafn í sjötta sæti á sex höggum undir pari sem og sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher. Þá vakti töluverða athygli fyrir mótið að sonur goðsagnarinnar Seve Ballesteros, Javier Ballesteros væri meðal þátttakenda en hann gerðist atvinnumaður í golfi seint á síðasta ári. Mótið er hans fyrsta á Evrópumótaröðinni á ferlinum en honum gekk vægast sagt mjög illa og kom inn á 83 höggum eða 11 yfir pari. Hann situr eins og er í síðasta sæti en hefur tækifæri á því að laga stöðuna aðeins á öðrum hring á morgun. Tvö stór mót eru á dagskrá í golfheiminum um helgina en bæði Dubai Desert Classic og Phoenix Open, þar sem Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt, verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Alla útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger er greinilega í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa verið í toppbaráttunni á síðustu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni leiðir hann á Dubai Desert Classic eftir fyrsta hring. Wieseberger lék Emirates völlinn á 64 höggum í dag eða á átta undir pari en fjórir kylfingar eru í öðru sæti á sjö undir pari, meðal annars Englendingurinn Lee Westwood og hinn högglangi Nicolas Colsaerts. Þá er Rory McIlroy einnig meðal þátttakenda en hann byrjaði vel og er jafn í sjötta sæti á sex höggum undir pari sem og sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher. Þá vakti töluverða athygli fyrir mótið að sonur goðsagnarinnar Seve Ballesteros, Javier Ballesteros væri meðal þátttakenda en hann gerðist atvinnumaður í golfi seint á síðasta ári. Mótið er hans fyrsta á Evrópumótaröðinni á ferlinum en honum gekk vægast sagt mjög illa og kom inn á 83 höggum eða 11 yfir pari. Hann situr eins og er í síðasta sæti en hefur tækifæri á því að laga stöðuna aðeins á öðrum hring á morgun. Tvö stór mót eru á dagskrá í golfheiminum um helgina en bæði Dubai Desert Classic og Phoenix Open, þar sem Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt, verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Alla útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira