Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. janúar 2015 23:38 Bathily lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. Vísir/AFP Maður sem faldi hóp fólks, þar á meðal barn, í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar þar sem Amedy Coulibaly réðist vopnaður inn og hélt fólki í gíslingu er fagnað sem hetju. Maðurinn, hinn 24 ára gamli múslími Lassana Bathily, hætti lífi sínu til að koma fólkinu í felur. „Þegar þau komu hlaupandi niður opnaði ég dyrnar að kæligeymslunni,“ sagði hann í samtali við franska sjónvarpsstöð. Bathily segist hafa slökkt ljósin og á kælinum sjálfum, sagt þeim að halda ró sinni og að vera þögul. Hann lokaði svo fólkið inni í frystinum og fór sjálfur upp í búðina. Lögreglan hélt að Bathily væri í slagtogi með Coulibaly þegar hann náði að sleppa í gegnum vörulyftu. „Þau sögðu við mig: „leggstu á jörðina, hendur ofan á höfuð.“ Þau handjárnuðu mig og héldu mér í fjóra og hálfan tíma eins og ég væri með þeim,“ sagði hann. Eftir að hafa verið leystur úr haldi gat hann gefið lögreglu upplýsingar um verslunina og hvar fólk væri í felum. Eftir að umsátrinu lauk komu margir af þeim sem Bathily hafði hjálpað og þökkuðu honum fyrir. „Þegar þau komu út þá þökkuðu þau mér,“ sagði hann. Fjölmargir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Bathily verði veitt viðurkenning fyrir að sýna slíkt hugrekki að hjálpa fólkinu í búðinni. Fjórir létu lífið þegar Coulibaly réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum en hann féll sjálfur í aðgerðum lögreglu þegar hún batt enda á gíslatökuna. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Leitin að Boumeddiene heldur áfram Grunuð um aðild að voðaverkunum í París. 10. janúar 2015 17:57 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Maður sem faldi hóp fólks, þar á meðal barn, í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar þar sem Amedy Coulibaly réðist vopnaður inn og hélt fólki í gíslingu er fagnað sem hetju. Maðurinn, hinn 24 ára gamli múslími Lassana Bathily, hætti lífi sínu til að koma fólkinu í felur. „Þegar þau komu hlaupandi niður opnaði ég dyrnar að kæligeymslunni,“ sagði hann í samtali við franska sjónvarpsstöð. Bathily segist hafa slökkt ljósin og á kælinum sjálfum, sagt þeim að halda ró sinni og að vera þögul. Hann lokaði svo fólkið inni í frystinum og fór sjálfur upp í búðina. Lögreglan hélt að Bathily væri í slagtogi með Coulibaly þegar hann náði að sleppa í gegnum vörulyftu. „Þau sögðu við mig: „leggstu á jörðina, hendur ofan á höfuð.“ Þau handjárnuðu mig og héldu mér í fjóra og hálfan tíma eins og ég væri með þeim,“ sagði hann. Eftir að hafa verið leystur úr haldi gat hann gefið lögreglu upplýsingar um verslunina og hvar fólk væri í felum. Eftir að umsátrinu lauk komu margir af þeim sem Bathily hafði hjálpað og þökkuðu honum fyrir. „Þegar þau komu út þá þökkuðu þau mér,“ sagði hann. Fjölmargir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Bathily verði veitt viðurkenning fyrir að sýna slíkt hugrekki að hjálpa fólkinu í búðinni. Fjórir létu lífið þegar Coulibaly réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum en hann féll sjálfur í aðgerðum lögreglu þegar hún batt enda á gíslatökuna.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Leitin að Boumeddiene heldur áfram Grunuð um aðild að voðaverkunum í París. 10. janúar 2015 17:57 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29
Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33