Sér eftir að hafa deilt myndbandinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2015 14:44 Ahmed Merabet var skotinn til bana af Kouachi bræðrunum fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo. Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15
Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33