Fótbolti

Messi: Þetta eru allt lygar - ég stýri ekki Barcelona

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi er þreyttur á bullinu.
Lionel Messi er þreyttur á bullinu. vísir/getty
Lionel Messi var heitt í hamsi í gærkvöldi, jafnt innan vallar sem utan, þegar Barcelona vann 3-1 heimasigur gegn meisturum Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni.

Messi átti góðan leik og skoraði þriðja mark liðsins sem eltir Real Madrid eins og skugginn í toppbaráttunni.

Sjá einnig:Barcelona í annað sætið eftir sigur á meisturunum - sjáðu mörkin

Eftir leikinn var hann spurður út í framtíð sína hjá félaginu, en hann hefur verið orðaður við brottför frá Barcelona að undanförnu. Þar hafa Chelsea og Manchester City verið mest í umræðunni.

„Ég ætla mér ekki að fara til neins annars liðs; hvorki Chelsea né Manchester City. Ég er orðinn þreyttur á þessum hlutum sem fólk er að segja. Ég bað heldur ekki um að láta reka neinn,“ sagði Messi.

„Fólk lætur eins og ég stýri þessu félagi, en þannig er það ekki. Ég bið ekki neinn um að taka ákvarðanir.“

„Allt sem hefur verið sagt eru lygar og ég vil að fólk viti að þetta er allt ósátt. Fólk segir hina og þessa hluti til að valda okkur skaða. Þetta er sárt því þetta kemur frá Börsungum. Við verðum að standa saman,“ sagði Lionel Messi.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×