Héldu að Perlan væri nýtt hof ásatrúarmanna: "Ég hef verið að leiðrétta þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2015 15:31 Ráðgert er að framkvæmdi við höfuðhof ásatrúarmanna í Öskjuhlíð hefjist í febrúar. ÞEtta verður fyrsta höfuðhof ásatrúarmanna á Norðurlöndunum í tæp þúsund ár. Vísir/Gunnar/Stefán „Ég hef verið að leiðrétta þetta undanfarna daga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjagoði Ásatrúarfélagsins, um þann misskilning sem hefur gætt erlendis frá að Perlan sé hið nýja höfuðhof ásatrúarmanna. Áætlað er að framkvæmdir við þetta nýja hof Ásatrúarfélagsins hefjist í Öskjuhlíð í febrúar en það verður fyrsta höfuðhof ásatrúarmanna á Norðurlöndum í þúsund ár. Tímaritið Icelandic Mag sagði á dögunum frá framkvæmdunum og birti mynd af Öskjuhlíðinni með fréttinni þar sem Perlan er fremur áberandi. Hilmar segir þann misskilning hafa átt sér stað í kjölfarið erlendis að Perlan væri hið nýja höfuðhof.Starfsemi Ásatrúarfélagsins mun fara fram í nýja hofinu. Vísir/StefánStefna á 800 fermetra byggingu Hofið sem á að byggja er um fjögur hundruð fermetrar og mun en það er einungis fyrsti áfanginn. Ásatrúarfélagið hefur fengið að geyma byggingu safnaðarheimilis í um tíu ár en þegar þeim framkvæmdum verður lokið mun bygging Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíðinni verða um 800 fermetrar. Ásatrúarfélagið var formlega stofnað sumardaginn fyrsta árið 1972 og fékk viðurkenningu sem löggilt trúfélg ári síðar, þann 16. maí árið 1973. Á vef félagsins kemur fram að tilgangur þess sé að starfa að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara og vill félagið ná þessu félagi með fræðslu- og félagsstarfi, en ekki trúboði. Líkt og áður kom fram er þetta þetta fyrsta höfuðhof ásatrúarmanna á Norðurlöndum í tæplega þúsund ár, eða frá því hofið í Uppsölum í Svíþjóð var brennt árið 1070. Hilmar segir þessa byggingu nýs höfuðhofs algerlega breyta ásýnd ásatrúarmanna. „Þetta er heimsögulegur viðburður. Ég held að þetta eigi eftir að gera okkur mjög gott í framtíðinni,“ segir Hilmar. Í hofinu mun fara fram starfsemi Ásatrúarfélagsins, svo sem nafngiftir, siðmál, hjónavígslur og útfarir. Þá er einnig ráðgert að halda þar tónlistaruppákomur og kynningar af ýmsum toga.Von á meiri aðsókn erlendis frá Hilmar á von að aðsókn verði meiri erlendis frá vegna tilkomu hofsins. „Við búumst við því að þurfa að efla ásýnd félagsins með kynningarefni og annað slíkt þannig að í innganginum verði gallerí og margmiðlunarefni til að kynna söguna og hefðina,“ segir Hilmar en gert er ráð fyrir fræðimannaíbúð í teikningum fyrir seinni áfanga framkvæmdarinnar. „Við myndum þá bjóða erlendum aðila sem stundar rannsóknir tengdum goðafræði að vera þarna og hafa aðstöðu.“ Hann segir áhugann erlendis hafa aukist stöðugt undanfarin ár og nefnir að hann hafi jafnvel verið meiri erlendis frá en á Íslandi í upphafi. „ En núna vex þetta frá ári til árs,“ segir Hilmar.Chris Hemsworth í hlutverki Þórs í Marvel-útgáfunni af norræna þrumuguðinum.YouTubeMarvel-myndirnar skemma ekki fyrir Einhverjir hafa viljað tengja þennan aukna áhuga erlendis frá við myndir á borð við Hringadróttinssögu og þá sérstaklega ofurhetjumyndir Marvels um þrumuguðinn Þór. „Ég held að það skemmi ekki fyrir,“ segir Hilmar þegar hann er spurður út í myndir Marvels þar sem Þór er ýmist í aðalhlutverki eða partur af ofurhetjuteyminu The Avengers, en þessar myndir hafa verið á meðal tekjuhæstu kvikmynda síðastliðinna ára. „Ég skal alveg trúa því að það spili eitthvað inni en ég held að það sé ekki beint eitthvað sem valdi einhverri byltingu, meira létt og ljúf viðbót við hitt,“ segir Hilmar og hefur ekki áhyggjur af því að bandarískur skáldskapur um Þór valdi einhverjum misskilningi um ásatrúna. Allavega eru þeir á Íslandi ekki að leiðrétta erlenda áhugamenn.„Bara hlegið að þessu“ „Ég held að fólk geri það yfirleitt fyrir okkur. Sumir ásatrúarmenn í Bandaríkjunum urðu brjálaðir, vildu sniðganga fyrstu myndina og eitthvað vesen. Við höfum bara hlegið að þessu. Þetta er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Hilmar. Hann hefur þó aðeins eitt út á þessa poppvæðingu á Þór að setja og það er hvernig Bretinn Kenneth Brannagh fór með þrumuguðinn í fyrstu myndinni sem bar nafnið Thor. „Ég hef sagt að það sé synd að Kenneth Brannagh fór meira í Shakespeare en Eddukvæðin, en dramatískt gekk þetta vel upp.“ Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
„Ég hef verið að leiðrétta þetta undanfarna daga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjagoði Ásatrúarfélagsins, um þann misskilning sem hefur gætt erlendis frá að Perlan sé hið nýja höfuðhof ásatrúarmanna. Áætlað er að framkvæmdir við þetta nýja hof Ásatrúarfélagsins hefjist í Öskjuhlíð í febrúar en það verður fyrsta höfuðhof ásatrúarmanna á Norðurlöndum í þúsund ár. Tímaritið Icelandic Mag sagði á dögunum frá framkvæmdunum og birti mynd af Öskjuhlíðinni með fréttinni þar sem Perlan er fremur áberandi. Hilmar segir þann misskilning hafa átt sér stað í kjölfarið erlendis að Perlan væri hið nýja höfuðhof.Starfsemi Ásatrúarfélagsins mun fara fram í nýja hofinu. Vísir/StefánStefna á 800 fermetra byggingu Hofið sem á að byggja er um fjögur hundruð fermetrar og mun en það er einungis fyrsti áfanginn. Ásatrúarfélagið hefur fengið að geyma byggingu safnaðarheimilis í um tíu ár en þegar þeim framkvæmdum verður lokið mun bygging Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíðinni verða um 800 fermetrar. Ásatrúarfélagið var formlega stofnað sumardaginn fyrsta árið 1972 og fékk viðurkenningu sem löggilt trúfélg ári síðar, þann 16. maí árið 1973. Á vef félagsins kemur fram að tilgangur þess sé að starfa að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara og vill félagið ná þessu félagi með fræðslu- og félagsstarfi, en ekki trúboði. Líkt og áður kom fram er þetta þetta fyrsta höfuðhof ásatrúarmanna á Norðurlöndum í tæplega þúsund ár, eða frá því hofið í Uppsölum í Svíþjóð var brennt árið 1070. Hilmar segir þessa byggingu nýs höfuðhofs algerlega breyta ásýnd ásatrúarmanna. „Þetta er heimsögulegur viðburður. Ég held að þetta eigi eftir að gera okkur mjög gott í framtíðinni,“ segir Hilmar. Í hofinu mun fara fram starfsemi Ásatrúarfélagsins, svo sem nafngiftir, siðmál, hjónavígslur og útfarir. Þá er einnig ráðgert að halda þar tónlistaruppákomur og kynningar af ýmsum toga.Von á meiri aðsókn erlendis frá Hilmar á von að aðsókn verði meiri erlendis frá vegna tilkomu hofsins. „Við búumst við því að þurfa að efla ásýnd félagsins með kynningarefni og annað slíkt þannig að í innganginum verði gallerí og margmiðlunarefni til að kynna söguna og hefðina,“ segir Hilmar en gert er ráð fyrir fræðimannaíbúð í teikningum fyrir seinni áfanga framkvæmdarinnar. „Við myndum þá bjóða erlendum aðila sem stundar rannsóknir tengdum goðafræði að vera þarna og hafa aðstöðu.“ Hann segir áhugann erlendis hafa aukist stöðugt undanfarin ár og nefnir að hann hafi jafnvel verið meiri erlendis frá en á Íslandi í upphafi. „ En núna vex þetta frá ári til árs,“ segir Hilmar.Chris Hemsworth í hlutverki Þórs í Marvel-útgáfunni af norræna þrumuguðinum.YouTubeMarvel-myndirnar skemma ekki fyrir Einhverjir hafa viljað tengja þennan aukna áhuga erlendis frá við myndir á borð við Hringadróttinssögu og þá sérstaklega ofurhetjumyndir Marvels um þrumuguðinn Þór. „Ég held að það skemmi ekki fyrir,“ segir Hilmar þegar hann er spurður út í myndir Marvels þar sem Þór er ýmist í aðalhlutverki eða partur af ofurhetjuteyminu The Avengers, en þessar myndir hafa verið á meðal tekjuhæstu kvikmynda síðastliðinna ára. „Ég skal alveg trúa því að það spili eitthvað inni en ég held að það sé ekki beint eitthvað sem valdi einhverri byltingu, meira létt og ljúf viðbót við hitt,“ segir Hilmar og hefur ekki áhyggjur af því að bandarískur skáldskapur um Þór valdi einhverjum misskilningi um ásatrúna. Allavega eru þeir á Íslandi ekki að leiðrétta erlenda áhugamenn.„Bara hlegið að þessu“ „Ég held að fólk geri það yfirleitt fyrir okkur. Sumir ásatrúarmenn í Bandaríkjunum urðu brjálaðir, vildu sniðganga fyrstu myndina og eitthvað vesen. Við höfum bara hlegið að þessu. Þetta er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Hilmar. Hann hefur þó aðeins eitt út á þessa poppvæðingu á Þór að setja og það er hvernig Bretinn Kenneth Brannagh fór með þrumuguðinn í fyrstu myndinni sem bar nafnið Thor. „Ég hef sagt að það sé synd að Kenneth Brannagh fór meira í Shakespeare en Eddukvæðin, en dramatískt gekk þetta vel upp.“
Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira