Kaymer missti frá sér sigurinn í Abu Dhabi á ævintýralegan hátt 18. janúar 2015 12:55 Pútterinn var sjóðandi heitur hjá Gary Stal í dag. Getty Martin Kaymer á eflaust ekki eftir að gleyma lokahringnum á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi í bráð en þessi reynslumikli kylfingur, sem sigrað hefur í 22 atvinnumannamótum á ferlinum, lét pressuna ná til sín og glataði niður tíu högga forystu. Kaymer hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn og í byrjun leit ekkert út fyrir að hann ætlaði að glata því niður eftir þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Eftir það lá samt allt niður á við hjá Þjóðverjanum sem fékk einn skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Gary Stal, ungur franskur kylfingur sem spilað hefur á Evrópumótaröðinni í tvö ár, nýtti sér það til fulls. Stal lék lokahringinn á 65 höggum eða sjö undir pari og endaði á 19 höggum undir samtals en hann skaut sér upp fyrir Kaymer sem endaði einn í þriðja sæti á 17 höggum undir.Rory McIlroy var einnig meðal þátttakenda og gerði hann líka atlögu að Kaymer á lokahringnum en hann endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, einu á eftir Stal. Á Hawaii er einnig leikið á PGA mótaröðinni þessa helgi en fyrir lokahringinn Sony Open sem fram fer í kvöld leiðir Jimmy Walker með tveimur höggum á Ryder-liðsfélaga sinn Matt Kuchar. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending á miðnætti. Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Martin Kaymer á eflaust ekki eftir að gleyma lokahringnum á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi í bráð en þessi reynslumikli kylfingur, sem sigrað hefur í 22 atvinnumannamótum á ferlinum, lét pressuna ná til sín og glataði niður tíu högga forystu. Kaymer hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn og í byrjun leit ekkert út fyrir að hann ætlaði að glata því niður eftir þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Eftir það lá samt allt niður á við hjá Þjóðverjanum sem fékk einn skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Gary Stal, ungur franskur kylfingur sem spilað hefur á Evrópumótaröðinni í tvö ár, nýtti sér það til fulls. Stal lék lokahringinn á 65 höggum eða sjö undir pari og endaði á 19 höggum undir samtals en hann skaut sér upp fyrir Kaymer sem endaði einn í þriðja sæti á 17 höggum undir.Rory McIlroy var einnig meðal þátttakenda og gerði hann líka atlögu að Kaymer á lokahringnum en hann endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, einu á eftir Stal. Á Hawaii er einnig leikið á PGA mótaröðinni þessa helgi en fyrir lokahringinn Sony Open sem fram fer í kvöld leiðir Jimmy Walker með tveimur höggum á Ryder-liðsfélaga sinn Matt Kuchar. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending á miðnætti.
Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira