Svanur í sjálfheldu á bílskúrsþaki Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2015 14:14 Svanurinn var hinn álkulegasti á bílskúrsþakinu lengi vel áður en hann mannaði sig upp í að taka glæfralegt stökkið. Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn. Veður Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Sjá meira
Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn.
Veður Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Sjá meira