Phil Taylor mun mæta Gary Anderson á heimsmeistaramótinu í pílu sem nú stendur yfir. Anderson vann ríkjandi meistara, Michael van Gerwen, í gærkvöldi.
Taylor, sem hefur 16 sinnum orðið meistari, fór nokkuð auðveldleg áfram eftir sigur gegn Raymond van Barneveld í gær. Lokatölur 6-2.
Skotinn Anderson vann ríkjandi meistara Van Gerwen 6-3, en þetta er í annað skipti sem Anderson kemst í úrslitin.
„Því meiri pressu sem ég setti á hann, því oftar klikkaði hann," sagði Anderson við Sky Sports í leikslok.
„Ég hugsaði með mér. 'Þú ert í undanúrslitunum, koma svo' og það hjálpaði mér."
Úrslitaleikurinn fer fram í kvöld.
