Al-Attiyah með forystuna í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 09:45 Al-Attiyah á fullri ferð á Mini bíl sínum. Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent
Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent