Al-Attiyah með forystuna í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 09:45 Al-Attiyah á fullri ferð á Mini bíl sínum. Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent
Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent