Puritalia 427 er 605 hestafla smábíll Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 16:00 Puritalia 427 er enginn letingi. Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent
Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent