Puritalia 427 er 605 hestafla smábíll Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 16:00 Puritalia 427 er enginn letingi. Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent
Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent