Tilbúin að fyrirgefa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2015 23:54 „Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
„Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30
14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23