Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 14:12 Björgvin var kallaður í yfirheyrslu hjá íslenskum yfirvöldum, þó ekkert slíkt hafi svo mikið sem hvarflað að Dönum. Hin skelfilega árás á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir, á sér aðdraganda. Heittrúaðir múslímar hafa gagnrýnt tímaritið harðlega vegna teikninga af leiðtogum múslíma, og var eldsprengju varpað inn á skrifstofur árið 2011 vegna teikninga tímaritsins. Þá risu upp deilur árið 2008 þegar tímaritið birti umdeildar Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008.Særður einstaklingur borinn af vettvangi nú í morgun, eftir skotárás öfgasinnaðra múslíma á ritstjórnarskrifstofur satírublaðs.apDavid Cameron forsætisráðherra hefur fordæmt árásina afdráttarlaust, segir að árásin sé viðbjóðsleg og talaði um það í breska þinginu skömmu eftir árásina að hópur sem þessi muni aldrei ná að brjóta tjáningarfrelsi á Bretlandi á bak aftur með terrorisma sem þessum. Engar yfirlýsingar frá íslenskum stjórnvöldum hafa borist, nú þegar þetta er skrifað fimm tímum eftir árásina. Teiknimyndir af Múhameð spámanni í Jyllands-Posten urðu gríðarlega umdeildar. Danskir fánar voru brenndir í löndum múslíma, leiðtogar í múslímalöndum fordæmdu teikningarnar og Danmörk var sett í viðskiptabann. Teiknarinn þurfti að fara huldu höfði. Afstaða á Íslandi til málsins var mjög á stjákli og íslenskir fjölmiðlar héldu að sér höndum, allir nema DV.Tjáningarfrelsi fórnað fyrir umburðarlyndiBjörgvin Guðmundsson var ritstjóri DV á þessum tíma og skrifar leiðara í blaðið 2. febrúar árið 2006 sem hefst svo: „Það er stórundarlegt ef íslenskir fjölmiðlar birta ekki skopteikningar Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni á þeirri forsendu að þær eigi ekki erindi við almenning. Öll spjót beinast að fjölmiðlum í Evrópu vegna þessara mynda. Margir múslimar eru æfir. Hvernig getur almenningur tekið afstöðu á eigin forsendum til alvarleika málsins ef hann hefur ekki séð umræddar myndir?“ Tjáningarfrelsið var undir en svo virðist sem margir hafi þá verið fúsir til að fórna því á altari þess að sýna þyrfti heittrúuðum múslímum umburðarlyndi; sem sagt umburðarlyndi gagnvart óumburðarlyndi. Björgvin Guðmundsson var boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins. „Við munum sækja þig þegar þú átt síst von á,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Björgvin segir að hann hafi furðað sig mjög á því að íslensk yfirvöld væru að láta málið til sín taka með þessum hætti. Og hann ansaði lengi vel ekki þessu boði, setti sig í samband við ritstjóra Jylland-Posten, sem tjáði honum að afskipti danskra yfirvalda af sér væru engin, enda slíkt fráleitt. Um tjáningarfrelsið var að tefla. „Við vorum, náttúrlega að segja fréttir af þessu og þurftum að sýna okkar lesendum um hvað málið snérist. Danskir stjórnmálamenn vísuðu í tjáningarfrelsið og neituðu að fordæma birtinguna. Ég var hins vegar kallaður í yfirheyrslu en ekkert slíkt var um að ræða í Danmörku. Ég skrifaði háfleyga yfirlýsingu sem ég las að endingu upp í skýrslutöku. hjá lögreglu. Og lét þar við sitja,“ segir Björgvin.Björgvin Guðmundsson stillti sér eindregið upp með tjáningarfrelsinu, en það er ekki sjálfgefið, nema síður sé.Yfirlýsing Björgvins Og víst er að Björgvin lá ekki á skoðunum sínum hjá lögreglu. Yfirlýsing hans er svohljóðandi:„Undirritaður furðar sig á því að stjórnendur lögreglunnar í Reykjavík boði ritstjóra DV í yfirheyrslu í kjölfar kæru á hendur blaðinu fyrir birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni 31. janúar 2006. Um það er ekki deilt að ritstjórar tóku ákvörðun um þessa birtingu og bera ábyrgð á ritstjórnarlegu efni DV. Hins vegar hefur birting myndanna augljósan tilgang; að upplýsa lesendur DV um hvað deilan í Danmörku, í kjölfar birtingar Jótlandspóstsins á sömu myndum, snýst. Birtingin hefur fréttalegt gildi en ekki þann tilgang að móðga einn né neinn.Á Íslandi ríkir prent- og tjáningarfrelsi sem varið er í stjórnarskrá. Því ætti það að vera augljóst í augum stjórnenda lögreglunnar í Reykjavík að ekki er um brot að ræða. Af þeim sökum má líta á yfirheyrslur yfir ritstjórum DV sem ógnun við frelsi fjölmiðla til að koma sjálfsögðum upplýsingum á framfæri við almenning. Um leið er það ógnun við tjáningarfrelsið í landinu. Því hlýtur undirritaður að draga þá ályktun að meðferð lögreglunnar í Reykjavík á þessari kæru hafi gengið of langt.Undirritaður vill líka koma því á framfæri að hann hafði samband við ritstjóra Jótlandspóstsins, sem hafði frumkvæði að því að láta teikna þessar myndir og birta. Ritstjórinn upplýsti undirritaðan um það að stjórnvöld þar í landi hefðu engin afskipti haft af starfsmönnum ritstjórnar Jótlandspóstsins vegna birtingar myndanna. Sagði hann að í landinu ríkti tjáningarfrelsi.Undirritaður telur yfirheyrslu yfir honum vegna þessara myndbirtinga algjörlega tilefnislausa og í raun tímasóun. Af virðingu við lögin í landinu og starf almennra lögreglumanna telur undirritaður samt ástæðu til að mæta í yfirheyrsluna svo hægt sé að afgreiða þetta mál og vísa því frá.“ Svo mörg voru þau orð Björgvins.Úr umfjöllun DV í febrúar 2006.Sitt sýnist hverjum DV sagði, á þessum tíma, margar fréttir af málinu og gerði á því úttekt. Þar var rætt við fjölmarga. „Fida Muhammed Tamimi, múslimi sem þá hafði búið á Íslandi í ellefu ár sagði þetta móðgandi og vanvirðing. Dönsk yfirvöld ættu að biðjast afsökunar. Það fylgir sögunni að Fida skilur ekki alveg af hverju menn eru svona reiðir. Katrín J. Mixa, ritari í félaginu Ísland-Palestína lítur á teikningarnar sem stríðsyfirlýsingu og óttast að þetta sé að fara úr böndunum. Hún hafði rétt fyrir sér hvað það varðar, hvort sem um er að ræða skort á umburðarlyndi eða öðru. Hún hvetur til þess að heimsbyggðin sniðgangi danskar vörur. „Þetta var vanhugsuð móðgun.“ Annar sem inntur er álits er Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands „Í trú múslima ríkir bann við myndbirtingu á spámönnum þeirra. Þetta myndbann er afskaplega miðlægt í þeirra trú og þeim mjög heilagt. Vesturlandabúar skyldu fara mjög varlega í að svívirða það,“ segir Gunnlaugur. Eiginlega sá eini álitsgjafa DV þá, sem vill taka tillit til tjáningarfrelsis, er Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur. Hann segir að þetta sé viðkvæmt en bendir á að þetta varði tjáningarfrelsið ... „sem er dýrmætasta eign okkar Vesturlanda. Við höfum heyjað styrjaldir og stríð til að berjast fyrir því og megum ekki gefa neitt eftir þar.“ Dómstóll götunnar er jafnframt spurður og þar eru fleiri á því að sleppa eigi að birta teikningar sem þessar. Vilhelmína Adolfsdóttir frú segir að fyrst öfgasinnaðir múslimar taki þessu svona illa sé best að sleppa því að birta svona myndir, Jenný Steinarsdóttir kennari segir myndbirtingar sem þessar ákaflega ósmekklegar og þær eiga engan rétt á sér og Kjartan Guðjónsson leikari segir þetta algjöra vitleysu: „Menn eiga ekki að sýna svona myndir.“ Charlie Hebdo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hin skelfilega árás á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir, á sér aðdraganda. Heittrúaðir múslímar hafa gagnrýnt tímaritið harðlega vegna teikninga af leiðtogum múslíma, og var eldsprengju varpað inn á skrifstofur árið 2011 vegna teikninga tímaritsins. Þá risu upp deilur árið 2008 þegar tímaritið birti umdeildar Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008.Særður einstaklingur borinn af vettvangi nú í morgun, eftir skotárás öfgasinnaðra múslíma á ritstjórnarskrifstofur satírublaðs.apDavid Cameron forsætisráðherra hefur fordæmt árásina afdráttarlaust, segir að árásin sé viðbjóðsleg og talaði um það í breska þinginu skömmu eftir árásina að hópur sem þessi muni aldrei ná að brjóta tjáningarfrelsi á Bretlandi á bak aftur með terrorisma sem þessum. Engar yfirlýsingar frá íslenskum stjórnvöldum hafa borist, nú þegar þetta er skrifað fimm tímum eftir árásina. Teiknimyndir af Múhameð spámanni í Jyllands-Posten urðu gríðarlega umdeildar. Danskir fánar voru brenndir í löndum múslíma, leiðtogar í múslímalöndum fordæmdu teikningarnar og Danmörk var sett í viðskiptabann. Teiknarinn þurfti að fara huldu höfði. Afstaða á Íslandi til málsins var mjög á stjákli og íslenskir fjölmiðlar héldu að sér höndum, allir nema DV.Tjáningarfrelsi fórnað fyrir umburðarlyndiBjörgvin Guðmundsson var ritstjóri DV á þessum tíma og skrifar leiðara í blaðið 2. febrúar árið 2006 sem hefst svo: „Það er stórundarlegt ef íslenskir fjölmiðlar birta ekki skopteikningar Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni á þeirri forsendu að þær eigi ekki erindi við almenning. Öll spjót beinast að fjölmiðlum í Evrópu vegna þessara mynda. Margir múslimar eru æfir. Hvernig getur almenningur tekið afstöðu á eigin forsendum til alvarleika málsins ef hann hefur ekki séð umræddar myndir?“ Tjáningarfrelsið var undir en svo virðist sem margir hafi þá verið fúsir til að fórna því á altari þess að sýna þyrfti heittrúuðum múslímum umburðarlyndi; sem sagt umburðarlyndi gagnvart óumburðarlyndi. Björgvin Guðmundsson var boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins. „Við munum sækja þig þegar þú átt síst von á,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Björgvin segir að hann hafi furðað sig mjög á því að íslensk yfirvöld væru að láta málið til sín taka með þessum hætti. Og hann ansaði lengi vel ekki þessu boði, setti sig í samband við ritstjóra Jylland-Posten, sem tjáði honum að afskipti danskra yfirvalda af sér væru engin, enda slíkt fráleitt. Um tjáningarfrelsið var að tefla. „Við vorum, náttúrlega að segja fréttir af þessu og þurftum að sýna okkar lesendum um hvað málið snérist. Danskir stjórnmálamenn vísuðu í tjáningarfrelsið og neituðu að fordæma birtinguna. Ég var hins vegar kallaður í yfirheyrslu en ekkert slíkt var um að ræða í Danmörku. Ég skrifaði háfleyga yfirlýsingu sem ég las að endingu upp í skýrslutöku. hjá lögreglu. Og lét þar við sitja,“ segir Björgvin.Björgvin Guðmundsson stillti sér eindregið upp með tjáningarfrelsinu, en það er ekki sjálfgefið, nema síður sé.Yfirlýsing Björgvins Og víst er að Björgvin lá ekki á skoðunum sínum hjá lögreglu. Yfirlýsing hans er svohljóðandi:„Undirritaður furðar sig á því að stjórnendur lögreglunnar í Reykjavík boði ritstjóra DV í yfirheyrslu í kjölfar kæru á hendur blaðinu fyrir birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni 31. janúar 2006. Um það er ekki deilt að ritstjórar tóku ákvörðun um þessa birtingu og bera ábyrgð á ritstjórnarlegu efni DV. Hins vegar hefur birting myndanna augljósan tilgang; að upplýsa lesendur DV um hvað deilan í Danmörku, í kjölfar birtingar Jótlandspóstsins á sömu myndum, snýst. Birtingin hefur fréttalegt gildi en ekki þann tilgang að móðga einn né neinn.Á Íslandi ríkir prent- og tjáningarfrelsi sem varið er í stjórnarskrá. Því ætti það að vera augljóst í augum stjórnenda lögreglunnar í Reykjavík að ekki er um brot að ræða. Af þeim sökum má líta á yfirheyrslur yfir ritstjórum DV sem ógnun við frelsi fjölmiðla til að koma sjálfsögðum upplýsingum á framfæri við almenning. Um leið er það ógnun við tjáningarfrelsið í landinu. Því hlýtur undirritaður að draga þá ályktun að meðferð lögreglunnar í Reykjavík á þessari kæru hafi gengið of langt.Undirritaður vill líka koma því á framfæri að hann hafði samband við ritstjóra Jótlandspóstsins, sem hafði frumkvæði að því að láta teikna þessar myndir og birta. Ritstjórinn upplýsti undirritaðan um það að stjórnvöld þar í landi hefðu engin afskipti haft af starfsmönnum ritstjórnar Jótlandspóstsins vegna birtingar myndanna. Sagði hann að í landinu ríkti tjáningarfrelsi.Undirritaður telur yfirheyrslu yfir honum vegna þessara myndbirtinga algjörlega tilefnislausa og í raun tímasóun. Af virðingu við lögin í landinu og starf almennra lögreglumanna telur undirritaður samt ástæðu til að mæta í yfirheyrsluna svo hægt sé að afgreiða þetta mál og vísa því frá.“ Svo mörg voru þau orð Björgvins.Úr umfjöllun DV í febrúar 2006.Sitt sýnist hverjum DV sagði, á þessum tíma, margar fréttir af málinu og gerði á því úttekt. Þar var rætt við fjölmarga. „Fida Muhammed Tamimi, múslimi sem þá hafði búið á Íslandi í ellefu ár sagði þetta móðgandi og vanvirðing. Dönsk yfirvöld ættu að biðjast afsökunar. Það fylgir sögunni að Fida skilur ekki alveg af hverju menn eru svona reiðir. Katrín J. Mixa, ritari í félaginu Ísland-Palestína lítur á teikningarnar sem stríðsyfirlýsingu og óttast að þetta sé að fara úr böndunum. Hún hafði rétt fyrir sér hvað það varðar, hvort sem um er að ræða skort á umburðarlyndi eða öðru. Hún hvetur til þess að heimsbyggðin sniðgangi danskar vörur. „Þetta var vanhugsuð móðgun.“ Annar sem inntur er álits er Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands „Í trú múslima ríkir bann við myndbirtingu á spámönnum þeirra. Þetta myndbann er afskaplega miðlægt í þeirra trú og þeim mjög heilagt. Vesturlandabúar skyldu fara mjög varlega í að svívirða það,“ segir Gunnlaugur. Eiginlega sá eini álitsgjafa DV þá, sem vill taka tillit til tjáningarfrelsis, er Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur. Hann segir að þetta sé viðkvæmt en bendir á að þetta varði tjáningarfrelsið ... „sem er dýrmætasta eign okkar Vesturlanda. Við höfum heyjað styrjaldir og stríð til að berjast fyrir því og megum ekki gefa neitt eftir þar.“ Dómstóll götunnar er jafnframt spurður og þar eru fleiri á því að sleppa eigi að birta teikningar sem þessar. Vilhelmína Adolfsdóttir frú segir að fyrst öfgasinnaðir múslimar taki þessu svona illa sé best að sleppa því að birta svona myndir, Jenný Steinarsdóttir kennari segir myndbirtingar sem þessar ákaflega ósmekklegar og þær eiga engan rétt á sér og Kjartan Guðjónsson leikari segir þetta algjöra vitleysu: „Menn eiga ekki að sýna svona myndir.“
Charlie Hebdo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira